fbpx
Fimmtudagur 22.janúar 2026
Eyjan

Þá sá hann of alla heima

Egill Helgason
Laugardaginn 18. janúar 2020 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa stórkostlegu mynd birti Árni Einarsson á Facebook. Þetta er bæklingur frá Viðtækjaverslun ríkisins árin 1933 og 1934. Myndin er eftir Tryggva Magnússon sem var einn helsti teiknari og myndskreytir þjóðarinnar á þessum tíma.

Viðtækjaverslun ríkisins var stofnuð 1930, samhliða því að Ríkisútvarpið var sett á laggirnar. Hún hafði einkasölu á útvarpstækjum, var til húsa að Lækjargötu 10b, og flutti aðallega inn útvarpstæki frá Philips og Telefunken. Hún var endanlega lögð niður 1967.

Viðhorfin hafa breyst mikið – nú myndi varla nokkrum manni láta sér detta í hug einokun ríkisins á útvarps- eða sjónvarpstækjum.

Myndin framan á bæklingnum er sterkt tímanna tákn. Þarna er mynd af manni í fornbúningi sem virðist vera Óðinn sjálfur með hröfnum sínum og fylgir með svohljóðandi texti úr Gylfaginningu:

„Þá sá hann of alla heima ok hvers manns athæfi ok vissi alla hluti, þá er hann sá.“

Svona var nú útvarpið fræðandi á þeim tíma að menn séu um allan heim og fengu að vita alla hluti – og sá sem nýtur þess er karlinn sem situr í sófanum, reykir sígarettu, og fylgist átekta með í fallegri art deco innréttingu, nánast goðumlíkur.

Árni birtir líka mynd innan úr bæklingnum og má sjá að fínt útvarpstæki frá Philips hefur kostað 520 krónur. Á þessum tíma fór kaup verkafólks alveg niður fyrir 1 krónu, þannig að þetta hefur ekki verið ódýrt.

Og það er skemmtilegt að sjá að það sem við köllum nú hátalara er þarna nefnt gellir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Kyrrstöðuflokkarnir þurftu að víkja úr ríkisstjórn til að eitthvað gerðist í málefnum fjölmiðla

Orðið á götunni: Kyrrstöðuflokkarnir þurftu að víkja úr ríkisstjórn til að eitthvað gerðist í málefnum fjölmiðla
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Mikilvægt að hafa Ingu og Flokk fólksins í ríkisstjórninni – sinnum hópum sem hafa verið hliðsettir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Mikilvægt að hafa Ingu og Flokk fólksins í ríkisstjórninni – sinnum hópum sem hafa verið hliðsettir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Ef samningurinn verður jafnvondur og Miðflokkurinn heldur fram greiði ég atkvæði á móti

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Ef samningurinn verður jafnvondur og Miðflokkurinn heldur fram greiði ég atkvæði á móti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Rangt að segja engar undanþágur í boði – öll aðildarríki hafa fengið varanlegar sérlausnir um sína grundvallarhagsmuni

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Rangt að segja engar undanþágur í boði – öll aðildarríki hafa fengið varanlegar sérlausnir um sína grundvallarhagsmuni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Gerum eins og Svíar – förum inn í ESB með höfuðið hátt og til að hafa áhrif

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Gerum eins og Svíar – förum inn í ESB með höfuðið hátt og til að hafa áhrif
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hafa skal það sem ljótara reynist

Sigmundur Ernir skrifar: Hafa skal það sem ljótara reynist