fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Eyjan

Kjósendur eru mjög ánægðir með störf Guðna Th. Jóhannessonar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. janúar 2020 08:00

Kjósendur eru ánægðir með störf Guðna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar eru átta af hverjum tíu, sem tóku afstöðu, ánægðir með störf Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. 57 prósent svarenda sögðust mjög ánægðir með störf forsetans og 23 prósent sögðust vera frekar ánægðir.  Tæplega 14 prósent segjast hvorki ánægðir né óánægðir. 6,5 prósent sögðust vera óánægðir með störf forsetans.

Zenter rannsóknir gerðu könnunina fyrir Fréttablaðið sem birtir hana í dag.

„Ég sinni bara mínum störfum eftir bestu samvisku og bestu getu og er auðvitað þakklátur fyrir að njóta velvildar og stuðnings fólksins í landinu. Blessunarlega hafa Íslendingar yfirleitt verið sáttir við sinn þjóðhöfðingja þótt þeir hafi ekki allir verið steyptir í sama mót, eða kannski vegna þess.“

Hefur blaðið eftir Guðna um niðurstöður könnunarinnar.

Í nýársávarpi sínu tilkynnti Guðni að hann gefi áfram kost á sér í embætti forseta. Ef mótframboð kemur fram fara forsetakosningar fram laugardaginn 27. júní. Nýtt kjörtímabil forseta hefst þann 1. ágúst.

Samkvæmt niðurstöðum könnunar Zenter rannsókna þá er ekki marktækur munur á ánægju fólks með störf forsetans eftir aldri. Konur eru aðeins ánægðari en karlar og íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru ánægðari en íbúar á landsbyggðinni. Ánægjan með störf Guðna eykst með hærri menntun og auknum tekjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir Ásmund harðlega: „Eiginhagsmunagæsla og atkvæðakaup“

Gagnrýnir Ásmund harðlega: „Eiginhagsmunagæsla og atkvæðakaup“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Icelandair stefnir á að ljúka samningum í vikulok – Gengisveiking styður við endurreisn félagsins

Icelandair stefnir á að ljúka samningum í vikulok – Gengisveiking styður við endurreisn félagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti

Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Margrét kemur Ragnari til varnar – „Lærdóm verði að draga af misvitrum fjárfestingum“

Margrét kemur Ragnari til varnar – „Lærdóm verði að draga af misvitrum fjárfestingum“