fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Morgunblaðið skýtur fast á umboðsmann skuldara

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið lagði til í vikunni að „ríkisstofnunin“ Umboðsmaður skuldara yrði lögð niður, þar sem færri leituðu til hennar en áður og því væri tilvistargrundvöllur hennar brostinn og því ríkinu í lófa lagið að spara kostnaðinn við embættið, en alls fóru um 280 milljónir króna í rekstur þess í fyrra.

Rúmlega 1.100 manns leituðu til embættisins í fyrra, en flestar umsóknir komu árið 2011, alls 3.100. Starfsfjöldi embættisins hefur farið úr um 100 manns niður í 17 manns frá stofnun árið 2010.

Sjá nánar: Morgunblaðið vill leggja niður ríkisstofnun sem aðeins er skipuð konum – „Hvers vegna er það ekki gert?“

Skattgreiðendum að kostnaðarlausu ?

Morgunblaðið fjallar aftur um málið í Staksteinum í dag, eftir að Ásta S. Helgadóttir, Umboðsmaður skuldara, birti svargrein í gær hvar hún kom á framfæri leiðréttingum. Sagði hún meðal annars að það væri rangt með farið hjá Morgunblaðinu að kostnaður embættisins væri greiddur af skattgreiðendum:

„Þetta er beinlínis rangt þar sem gjaldskyldir aðilar (fjármálafyrirtæki, Íbúðalánasjóður, lífeyrissjóðir og vátryggingafélög) standa straum af kostnaði en ekki skattgreiðendur. Hefur þetta fyrirkomulag verið frá stofnun embættisins.“

Samhengi hlutanna

Staksteinar svara  Ástu aftur í dag hvar fast er skotið:

„Í lögum um embættið kemur einmitt fram að þessir aðilar „skulu standa straum af kostnaði við rekstur umboðsmanns skuldara með greiðslu sérstaks gjalds í samræmi við ákvæði laga þessara sem rennur í ríkissjóð.“ Þarna er sem sagt um að ræða skatt á þessa aðila sem vitaskuld er svo á endanum greiddur af viðskiptavinum þessara aðila, almenningi. Sú fullyrðing umboðsmannsins að þjónustan sé „ókeypis“ er auðvitað fjarstæða. Raunar þarf ekki að fara í lögin til að sjá þetta, því í ársreikningi embættisins sjálfs segir að „framlög ríkisins“ nemi 275.900.000 kr. Mikilvægt er að ríkisstarfsmenn, ekki síst forstöðumenn, hvað þá þeir sem starfa við að veita ráðgjöf um fjármál, átti sig á þessu samhengi hlutanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“