fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Sigmar gáttaður á fíaskóinu í Seðlabankanum – „Það er ótrúlegt að lesa þetta“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 14:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Með fullri virðingu fyrir Stefáni Rafni, þá er eitthvað stórkostlega mikið að í þessu ráðningaferli hjá Seðlabankanum og mátti bankinn nú eiginlega ekki við meiri skakkaföllum. Það er ótrúlegt að lesa þetta,“

segir Sigmar Guðmundsson, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV um ráðningu Seðlabankans á Stefáni Rafni Sigurbjörnssyni í starf upplýsingafulltrúa bankans.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV og blaðamaður hjá Læknablaðinu, kærði ráðninguna á grundvelli jafnréttislaga, þar sem hún væri augljóslega hæfari en Stefán.

Komst kærunefnd  jafnréttismála að sömu niðurstöðu og sagði ráðninguna brjóta jafnréttislög, en það er í þriðja skiptið sem Seðlabankinn gerist sekur um að brjóta jafnréttislög frá árinu 2012.

Sjá nánar: Stefán var ráðinn fram yfir Gunnhildi þrátt fyrir minni menntun og reynslu

Fíaskó

„Miklu meiri menntun, mun lengri og fjölbreyttari starfsreynsla og svo mætti lengi telja. Ég er vafalítið ekki hlutlaus, því ég vinn með Gunnhildi, en þegar hæfni þeirra er borin saman út frá þessum kríteríum sem unnið er með, þá er með ólíkindum að hún hafi ekki fengið starfið. Ég hvet fólk til að lesa þetta og það verður eiginlega að gera þá kröfu á Seðlabankann að hann útskýri þetta fíaskó,“

segir Sigmar enn fremur og deilir frétt Stundarinnar um málið, þar sem reynsla Stefáns og Gunnhildar er borin saman og óhætt er að fullyrða að Gunnhildur kemur mun betur út úr þeim samanburði, svo vægt sé til orða tekið.

Seðlabankinn hafnaði því hins vegar að kynið hefði ráðið för og vísaði til þess að Stefán hefði leyst verkefni sitt í umsóknarferlinu með „frumlegum“ og „skemmtilegum“ hætti og væri þar af leiðandi góð viðbót við teymi Seðlabankans, auk þess sem hann hefði staðið sig vel í viðtölum.

Gunnhildur segist ekki búin að ákveða hvort hún fari fram á bætur, mestu skipti að bankinn fari að lögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli