fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar sat beggja vegna borðsins – Samþykkti eigin teikningar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 11:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi í Hafnarfirði, hefur tvisvar skilað inn eigin teikningum til bæjarins vegna breytinga á Karmelítaklaustrinu að Ölduslóð 37. Það er andstætt lögum um mannvirki. Greint er frá þessu í Fjarðarfréttum.

Vísað er í fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa frá 5. desember, en Hildur ritar fundargerðina sjálf.

Þar er þess þó ekki getið hver hafi gert teikningarnar, né hver hafi verið staðgengill byggingarfulltrúa, en þess er þó getið að byggingafulltrúi hafi vikið af fundi. Var erindið samþykkt.

Samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160 frá 2010 er þetta óheimilt, en þar segir  í 8. grein:

Byggingarfulltrúa eða starfsmönnum hans er óheimilt að vinna nokkurt það starf sem kann að koma til afgreiðslu í umdæmi hans.

Teikning Hildar er venju samkvæmt undirrituð af henni. Hinsvegar er hún einnig samþykkt og stimpluð af byggingarfulltrúa, og undirrituð sem slík af Hildi sjálfri. Þar með samþykkti hún eigin teikningu.

Þá greina Fjarðarfréttir einnig frá því að utan þessara tveggja teikninga vegna Ölduslóðar hafi Hildur einnig viðhaft sama verklag með teikningu af húsi við Álfaskeið, sem hún hafði byrjað á áður en hún gerðist byggingarfulltrúi.

Þá segir í umfjöllun Fjarðarfrétta að Hildur þyki sérlega hörð í horn að taka þegar kemur að því að framfylgja lögum og reglum í starfi sínu og hún hafi verið gagnrýnd fyrir ósveigjanleika hvað það varðar.

Fékk undanþágu

Í svari frá Sigurði Haraldssyni, sviðsstjóra hjá Hafnarfjarðarbæ, segir að Hildur hafi fengið heimild til þess að klára tvö verk þegar hún var ráðin. Hún hafi fengið undanþágu vegna teikninganna við nunnuklaustrið, sem hún hafi gert án þess að taka greiðslu fyrir og málið hafi verið klárað með hans vitund:

„Annars hefur hún ekki lagt inn teikningar nema í þessu undantekningartilviki, fyrir nunnurnar, en það verk gerði hún fyrir þær án greiðslu, en þær báru sig illa og Hildur aðstoðaði þær með minni vitund.“

Ekki er þó minnst á neinar undaþágur í lögunum um mannvirki.

Ekki náðist í Hildi vegna málsins í morgun.

Sjá nánar á vef Fjarðarfrétta

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun