fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Eyjan

Brynjar Níelsson blandar sér í Samherjamálið

Heimir Hannesson
Mánudaginn 24. ágúst 2020 22:00

mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ætla ekki að blanda mér efnislega í deilur Samherja og RUV enda þekki ég ekki málið svo vel.“ Þannig hefst Facebook færsla Brynjars Níelssonar þar sem hann blandar sér í mál Samherja og RUV.

Styr hefur staðið um Samherja síðan Samherji birti myndband þar sem „skýrsla“ Verðlags­stofu skipta­verðs er sögð ekki til. Viðbrögð RUV voru hörð og sögðu skýrsluna vissulega til. Síðan er komið í ljós að umrædd skýrsla er líklega Excel skjal. Í seinni myndbandi Samherja kom Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur, fyrir og útskýrði muninn á skýrslu og Excelskjali. Í megindráttum er í skýrslu einhverskonar efnisleg niðurstaða höfundar, en því er ekki að skipa í Excelskjali.

Brynjar segist þekkja muninn á skýrslu „með efnislegri niðurstöðu stjórnvalds“ og Excelskjals með tölulegum upplýsingum:

En það sem mér finnst merkilegast í ölli þessu máli eru viðbrögð fjölmiðlamanna við myndböndum Samherja þar sem fram kemur gagnrýni á RUV vegna gerð þessa fræga Kastljóssþátts. Síðan hvenær mega menn sem sakaðir eru um refsiverða háttsemi ekki bera hönd fyrir höfuð sér?

Brynjar bendir svo á að í umræddum myndböndum gagnrýna Samherjamenn vinnubrögð RUV og er RUV sagt draga rangar ályktanir af gögnum málsins.

Nei, þá rísa fjölmiðlamenn upp á afturfæturna og líta a alla gagnrýni sem aðför og árásir og gott ef þetta var ekki einnig aðför að lýðræðinu í landinu. Sýnist að fjölmiðlamenn haldi að þeir eigi að vera einir stikkfrí frá allri gagnrýni. RUV á auðvitað bara að svara þessari gagnrýni í stað þess að gera sig að fórnarlambi. Kæmust sjálfsagt langt með það með því að afhenda þessa þriggja síðna skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs með efnislegri niðurstöðu undirritaðri af forstjóranum, sem þeir fullyrða opinberlega að sé til.

Ljóst er að spurningin um hvað sé Excelskjal og hvað sé skýrsla, er ekki fullsvarað – þó Brynjar hafi nú tekið efnislega afstöðu til málsins, þó hann blandi sér ekki efnislega í mál Samherja og RUV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvað gekk henni til? spyr Kristrún Frostadóttir sem segir reglugerð Þórdísar Kolbrúnar beinlínis stuðla að húsnæðisskorti í Reykjavík

Hvað gekk henni til? spyr Kristrún Frostadóttir sem segir reglugerð Þórdísar Kolbrúnar beinlínis stuðla að húsnæðisskorti í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fjölsóttur morgunverðarfundur um notkun gervigreindar í fjártækni

Fjölsóttur morgunverðarfundur um notkun gervigreindar í fjártækni
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að vera sigldur

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að vera sigldur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dómar í kynferðisbrota- og ofbeldismálum fyrnast – fjársvelt fangelsi landsins geta ekki tekið við föngum

Dómar í kynferðisbrota- og ofbeldismálum fyrnast – fjársvelt fangelsi landsins geta ekki tekið við föngum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur segir Seðlabankann gefa skít í alla nema fjármálakerfið – „Hvar er þessi hagfræði kennd?“

Vilhjálmur segir Seðlabankann gefa skít í alla nema fjármálakerfið – „Hvar er þessi hagfræði kennd?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Aðventutónleikar Flugfreyjukórsins verða í Laugarneskirkju annað kvöld – aðgangur ókeypis!

Aðventutónleikar Flugfreyjukórsins verða í Laugarneskirkju annað kvöld – aðgangur ókeypis!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nýr lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna

Nýr lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bergþór ekki sáttur við Guðlaug Þór – „Þetta er glapræði af hálfu ráðherrans“

Bergþór ekki sáttur við Guðlaug Þór – „Þetta er glapræði af hálfu ráðherrans“