fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Aukin einkaneysla Íslendinga

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. ágúst 2020 08:00

Einkaneysla landsmanna jókst í heildina á fyrstu sjö mánuðum ársins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðað við nýjar tölur um greiðslukortanotkun innanlands þá virðist sem Íslendingar hafi að einhverju leyti aukið einkaneyslu sína og þannig bætt upp að hluta fyrir brotthvarf erlendra ferðamanna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og vísar í tölur um greiðslumiðlun sem Seðlabankinn birti í gær. Eins og við var búist dróst velta erlendra korta gríðarlega mikið saman það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Á fyrstu sjö mánuðum ársins var heildarvelta erlendra greiðslukorta 47,5 milljarðar króna en á sama tíma í fyrra var hún 138,7 milljarðar.

Tölurnar eru ekki leiðréttar fyrir verðbólgu en hún hefur verið óveruleg á tímabilinu.

Einkaneysla Íslendinga hefur hins vegar ekki dregist eins mikið saman og sumir óttuðust jafnvel. Rétt er að hafa í huga að mörgum stöðum, þar sem hluti einkaneyslunnar fer fram, var lokað vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og má þar nefna veitingastaði, bari og hárgreiðslu- og snyrtistofum.

Á fyrstu sjö mánuðum ársins kortavelta Íslendinga 504 milljarðar króna en á sama tíma í fyrra var veltan 501 milljarður.

Í heildina var heildarvelta innlendra og erlendra greiðslukorta hér á landi 551 milljarður það sem af er ári en á sama tíma í fyrra var hún 640 milljarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Faðir Oscars ákærður
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi