fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Sigmundur segir að markmiðið sé að neyða fólk í strætó

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 6. júlí 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins skrifaði greinina Nýtt eilífðarvandamamálsem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar ræðir hann um margumtalað Borgarlínu, en Sigmundur er ekki helsti aðdáandi hugmyndarinnar.

Hann segir að Borgarlínan sé vanhugsað verkefni sem er líklegt til að koma Reykjavíkurborg í fjárhagsvandræði.

„Vel er þekkt hvernig van­hugsuð innviðaverk­efni koma sveit­ar­fé­lög­um og jafn­vel heilu ríkj­un­um í langvar­andi fjár­hags­vand­ræði þar sem viðvar­andi keðju­verk­un leiðir til stig­vax­andi út­gjalda og hærri skatta. Borg­ar­línu­hug­mynd meiri­hlut­ans í Reykja­vík hef­ur flest ein­kenni slíkra verk­efna. Málið hef­ur verið sett á odd­inn oft­ar en einu sinni í kosn­inga­bar­áttu. Ekk­ert út­lit var fyr­ir að borg­ar­yf­ir­völd­um tæk­ist að koma íbú­un­um í þau vand­ræði sem verk­efnið mun valda. Svo gerðust þau und­ur að rík­is­stjórn­in lét plata sig til að fjár­magna aðal­kosn­ingalof­orð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík.“

Nýtt ríki í rík­inu með ótrú­leg völd

Sigmundi finnst sérstakt að borgin stefni í Borgarlínu vegna fjárhagsstöðu og þá ræðir hann samband borgarinnar og ríkis sem honum finnst einnig torkennilegt.

Þá var sett­ur sam­an svo­kallaður sam­göngusátt­máli höfuðborg­ar­svæðis­ins. Með sam­komu­lag­inu féllst ríkið á að stofna sér­stakt op­in­bert hluta­fé­lag, nýtt ríki í rík­inu með ótrú­leg völd, sem hefði það hlut­verk að gera kosn­ingalof­orð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík að veru­leika. Í því skyni myndi ríkið leggja til verðmæt­ar eign­ir, Keldna­landið og jafn­vel Íslands­banka, og leggja ný gjöld á al­menn­ing. Gjöld­in voru rétti­lega skírð tafa­gjöld en lík­lega töldu ein­hverj­ir aug­lýs­inga­menn nafn­gift­ina of lýs­andi og tafa­gjöld­in voru end­ur­skírð „flýtigjöld“

Mark­miðið með þessu öllu er að koma á tvö­földu kerfi al­menn­ings­sam­gangna á höfuðborg­ar­svæðinu. Nú­ver­andi kerfi geng­ur illa. Aðeins um þriðjung­ur tekna Strætó kem­ur frá farþegum, rest­in frá skatt­greiðend­um. Fyr­ir ára­tug var gert und­ar­legt sam­komu­lag milli rík­is­ins og sveit­ar­fé­lag­anna um svo­kallað fram­kvæmda­stopp. Gegn því að eng­ar meiri­hátt­ar úr­bæt­ur yrðu gerðar í sam­göng­um á höfuðborg­ar­svæðinu á kostnað rík­is­ins skyldi ríkið styrkja al­menn­ings­sam­göng­ur um millj­arð á ári.

Ríkið borgaði sem sagt fyr­ir að komið yrði í veg fyr­ir að ráðist yrði í nauðsyn­leg­ar úr­bæt­ur. Þetta merki­lega sam­komu­lag átti að skila því að nýt­ing al­menn­ings­sam­gangna færi úr 4% í 8%. Nú ligg­ur fyr­ir að ár­ang­ur­inn varð eng­inn. Um­ferðartepp­ur hafa reynd­ar auk­ist til muna vegna fram­kvæmda­stopps­ins (sem er ár­ang­ur í huga sumra) en nýt­ing­ar­hlut­fall strætó er enn 4%.

Hvað gerði svo nú­ver­andi rík­is­stjórn þegar hún sá að verk­efnið hafði ekki skilað nein­um ár­angri á ára­tug? Að sjálf­sögðu ákvað hún að fram­lengja, nema nú til 12 ára. Til viðbót­ar var svo skrifað und­ir sam­komu­lag þar sem rík­inu var allra­náðarsam­leg­ast heim­ilað að ráðast í ákveðnar sam­göngu­úr­bæt­ur sem höfðu beðið árum eða ára­tug­um sam­an gegn því að greiða lausn­ar­gjald í formi fjár­mögn­un­ar Borg­ar­línu.“

„Neyða fólk í strætó“

Að mati Sigmundar er tilgangur borgarlínu einfaldlega að neyða fólk í strætó og þrengja að annari umferð. Þá vill hann meina að kostnaður Borgarlínu sé allt of mikill og að hún virðist eiga að kosta helmingi meira en gerð Sundarbrautar.

„Hinar langþráðu úr­bæt­ur á vega­kerf­inu og Borg­ar­lín­an hald­ast þó ekki í hend­ur. Því einn af helstu kost­um Borg­ar­lín­unn­ar mun vera sá að þrengja að ann­arri um­ferð. Það er gert með því að taka tvær ak­rein­ar (eina í hvora átt) af nokkr­um helstu sam­gönguæðum höfuðborg­ar­svæðis­ins. Einnig með því að fækka bíla­stæðum og veita Borg­ar­lín­unni for­gang á öll­um ljós­um og koma þannig í veg fyr­ir langþráðar end­ur­bæt­ur á stýr­ingu um­ferðarljósa.

Gerð er ágæt grein fyr­ir þessu í skýrslu danska ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins COWI. Fyr­ir­tækið kom auga á þá aug­ljósu staðreynd að eðli Reykja­vík­ur og nýt­ing­ar­hlut­fall al­menn­ings­sam­gangna leyfði ekki dýrt verk­efni eins og Borg­ar­lín­unna. Því var út­skýrt að það þyrfti að þrengja að ann­arri um­ferð, fækka bíla­stæðum o.s.frv. til að neyða fólk í strætó. Reynd­ar notuðu skýrslu­höf­und­ar ekki orðið „neyða“ en í frum­vörp­um vegna máls­ins er ekki dreg­in dul á að mark­mið stefn­unn­ar sé „neyslu­stýr­ing“.

Eft­ir sam­skipti sín við rík­is­stjórn­ina töldu borg­ar­yf­ir­völd greini­lega að af­greiðsla þings­ins væri bara forms­atriði því þegar hef­ur tals­verður fjöldi fólks verið ráðinn til að vinna að verk­efn­inu, ófá­ar glærukynn­ing­ar verið birt­ar, sér­stök sýn­ing sett upp í Ráðhús­inu og hönn­un sæt­anna sem eiga að vera í biðskýl­un­um kynnt.

Þótt búið sé að hanna sæt­in í biðskýl­in er allt á huldu um kostnaðinn við verk­efnið. Ekki ligg­ur einu sinni fyr­ir hvernig ríki og borg ætla að haga hinni nýju gjald­töku til að standa straum af fram­kvæmda­kostnaðinum. Því hef­ur verið hent fram að fram­kvæmd­in muni kosta um 80 millj­arða króna (meira en tvö­falda kostnaðaráætl­un Sunda­braut­ar) en þar er byggt á er­lend­um áætl­un­um fyr­ir slík verk­efni sem nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust hafa farið úr bönd­un­um og jafn­vel reynst fræg vand­ræðaverk­efni. Dett­ur ein­hverj­um í hug að í Reykja­vík muni kostnaðaráætl­un stand­ast bet­ur?“

Spyr sig út í rekstraráætlun

Hann segir að það sem honum finnist undarlegast af öllu varði rekstraráætlun. Hann segir að enginn hafi hugmynd um hvað Borgarlína muni kosta. Að lokum segir hann að borgarbúar muni borga meira fyrir meiri tíma í umferðinni.

„Und­ar­leg­ast af öllu er þó að ekki skuli liggja fyr­ir rekstr­aráætl­un fyr­ir þetta risa­stóra verk­efni. Hvernig get­ur það gerst að ríkið samþykki að selja verðmæt­ar eign­ir al­menn­ings og leggja á nýja skatta til að fjár­magna verk­efni sem eng­inn virðist hafa hug­mynd um hvað muni kosta að reka? Þó vit­um við að til stend­ur að reka tvö­falt stræt­is­vagna­kerfi. Hefðbundn­ir vagn­ar varða rekn­ir áfram og kostnaður­inn við þá, eina og sér, mun aukast þegar Borg­ar­lín­an bæt­ist við (um a.m.k. tvo millj­arða á ári) en kostnaður­inn við Borg­ar­lín­una sjálfa bæt­ist þar ofan á. Dett­ur ein­hverj­um í hug að borg­ar­yf­ir­völd muni ekki láta ríkið og skatt­greiðend­ur bera rekstr­ar­kostnaðinn til framtíðar?

Áformin lýsa til­raun til að ráðast í „sam­fé­lags­verk­fræði“ án til­lits til þarfa eða vilja borg­ar­búa. Af­leiðing­in verður sú að íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins munu þurfa að borga meira fyr­ir að sitja leng­ur fast­ir í um­ferðinni.“

Að lokum hrósar Sigmundur flokksfélögum sínum fyrir það hvernig þeir tóku á málinu. Hann segir að þó muni reynast erfitt að stöðva málið eins og staðan sé núna.

Við þinglok tókst þing­mönn­um Miðflokks­ins, með erfiðismun­um, að koma inn nokkr­um fyr­ir­vör­um við verk­efnið. Þeir varða m.a. kostnað, trygg­ing­ar varðandi Sunda­braut og aðrar sam­göngu­bæt­ur, skipu­lags­mál Keldna­lands­ins, nýtt sjúkra­hús og höml­ur á hið nýja op­in­bera hluta­fé­lag.

Fyrst og fremst eru breyt­ing­arn­ar til þess falln­ar að styrkja stöðu stjórn­valda og kjós­enda framtíðar­inn­ar og auka lík­urn­ar á að hægt verði að losna úr þessu óheilla­verk­efni, greiða fyr­ir um­ferð og reka al­menn­ings­sam­göng­ur sem virka. Það mun hins veg­ar ekki ger­ast af sjálfu sér. Saga máls­ins og annarra sam­bæri­legra til þessa sýn­ir að erfitt muni reyn­ast að stoppa kerfið þegar það er búið að leggja lín­una.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“