fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Eyjan

Metaðsókn og fjárskortur hjá Háskóla Íslands – Svona verður breytt kennslufyrirkomulag

Trausti Salvar Kristjánsson
Laugardaginn 20. júní 2020 10:16

Margir vilja hefja nám við Læknadeild Háskóla Íslands í haust.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háskóli Íslands hyggst leita viðbótarfjármagns hjá stjórnvöldum til reksturs skólans vegna þess metfjölda nemenda sem sótt hefur um grunn- eða framhaldsnám í haust, en hátt í 12 þúsund umsóknir hafa þegar borist, samkvæmt tilkynningu frá Jóni Atla Benediktssyni rektor, sem send var á nemendur og starfsfólk skólans í gær:

„Samtal við stjórnvöld um fjármögnun vegna þessarar nemendafjölgunar er þegar hafið og vonumst við til að viðbótarfjármagn fáist vegna þess óhjákvæmilega kostnaðar sem framundan er,“

segir í tilkynningunni.

Öll próf rafræn

Þar kemur einnig fram að kennsla við skólann verði með breyttu sniði, til þess að fylgja megi ráðleggingum sóttvarnarlæknis:

  • Kennsla fer fram í húsnæði HÍ.
  • Gert er ráð fyrir að allt að 15% nemenda í hverju námskeiði óski eftir auknu rými, t.d. tveimur metrum milli sæta. Misjafnt er eftir kennslustofu hvar og hvort þetta rými er í stofunni.
  • Allir kennarar skólans munu nota námsumsjónarkefið Canvas frá og með haustinu 2020.
  • Stefnt er að því að allt prófahald verði rafrænt, í netheimum eða stofum skólans eftir atvikum.
  • Ef samkomubann eða aðrar aðstæður gefa tilefni til verður Neyðarstjórn skólans virkjuð og gerðar breytingar á kennslu og starfsemi skólans í takt við það sem gert var á vormisseri 2020.

Engir gestir á brautskráningu

Þá verða engir gestir leyfðir í brautskráningunni þann 27. júní, sem verður þó streymt á netinu:

„Áhersla verður lögð á að athöfnin sé örugg m.t.t. sóttvarna. Þannig verður Laugardalshöllinni skipt í tvö svæði, merkt A og B, og verður kandídötum deilt á þau svæði á athöfnunum. Enn fremur verður boðið upp á sérstakt svæði með tveimur metrum á milli sæta fyrir þau sem vilja en kandídatar þurfa að tilkynna það ef þeir hyggjast nýta það svæði.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis