fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Notkun geðlyfja á Íslandi minnkar milli mánaða í Covidkreppunni

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Notkun á geðlyfjum hefur minnkað milli mánaða hér á landi. Þetta sýna tölur sem Eyjan fékk hjá Landlæknisembættinu. Í flokki róandi og kvíðastillandi lyfja, svefn- og slævandi lyfja, sem og þunglyndislyfja, hefur notkunin alls staðar minnkað milli mars og apríl. Er það svipuð þróun og í kjölfar bankahrunsins 2008.

Dagsskömmtum þunglyndislyfja fækkaði úr rúmum 160 skömmtum í mars niður í rúma 140 dagsskammta í apríl. Sama þróun átti sér stað í notkun svefn – og slævandi lyfja sem og róandi og kvíðastillandi lyfja.

Hafði notkun á öllum lyfjunum aukist lítillega frá febrúar til mars, en síðan minnkað aftur í apríl og er nú undir meðaltali síðustu mánaða á undan.

Mælieiningin er skilgreindir dagsskammtar á hverja 1.000 íbúa á dag.

Guð blessi Ísland

Bankahrunið átti sér stað í október 2008. Glitnir var tekinn yfir 29. september og Geir Haarde bað guð um að blessa Ísland þann 6. október, sama dag og neyðarlögin voru sett. Var Kaupþing og Landsbankinn teknir yfir í kjölfarið.

Þá var þróunin í notkun geðlyfja svipuð. Notkunin jókst lítillega í september en minnkaði síðan mánuðinn á eftir. Notkun þunglyndislyfja tók síðan kipp í desember og náði hámarki í mars 2009.

Hins vegar er engum blöðum um það að fletta að notkun geðlyfja hér á landi hefur aukist gríðarlega á liðnum árum og strax árið 2013 var notkun þunglyndislyfja mest á Íslandi miðað við öll önnur lönd innan OECD-ríkjanna, eða 203% meiri en meðaltalið.

Fjölgun sjálfsvígssímtala

Hringingum í hjálparsíma Rauða krossins 1717 fjölgaði mikið í marsmánuði vegna COVID-19 samkvæmt stöðuskýrslu Rauða krossins. Að sama skapi fækkaði sjálfsvígssímtölum óvenju mikið í mars, sem er skýrt að einhverju leyti vegna þess álags sem var á símakerfið vegna COVID-19 og því hafi sjálfsvígssímtölin ekki náð inn.

Hins vegar mátti greina mikla fjölgun sjálfsvígssímtala í apríl og samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum voru símtölin bæði þyngri og alvarlegri en áður. Samtals voru 105 slík samtöl í apríl, þar af ellefu frá börnum.

Merkir ekki aukningu á sjálfsvígum

Einar Þór Jónsson, formaður Geðhjálpar, segir í helgarblaði DV að samtökin hafi ekki orðið vör við fjölgun sjálfsvíga vegna áhrifa kórónuveirunnar:

„Nei, sem betur fer. Það var nokkuð mikið um þetta fyrir áramót veit ég, en við höfum ekki fundið fyrir aukningu eftir áramót. Ég vona innilega að það haldist þannig.“

Tíðni sjálfsvíga jókst ekki á Íslandi strax í kjölfar bankahrunsins 2008 líkt og óttast var á þeim tíma. Var sú niðurstaða þvert á erlendar rannsóknir, sem sýndu að sjálfsvígum fjölgaði nokkuð strax í kjölfar efnahagshruns og viðlíka áfalla. Ekki var merkjanleg breyting á tíðni sjálfsvíga hér á landi fyrr en 2011, þegar mun færri sviptu sig lífi en áður, en næstu ár á eftir byrjaði tíðnin að hækka á ný og ná meðaltali fyrri ára fram til ársins 2018. Engar nýrri tölur um tíðni sjálfsvíga fengust frá Embætti landlæknis.

Hér að neðan má sjá þróunina í geðlyfjanotkun frá janúar 2016 til apríl 2020 og einnig frá 2006 til 2010.

Mælieiningin er skilgreindir dagsskammtar á hverja 1.000 íbúa á dag.


 

Hér má sjá þróunina í notkun geðlyfja frá janúar 2006 til desember 2010

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega