fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Dagur B hneykslaður og segir stopp – „Hér gengur Viðskiptaráð algjörlega fram af mér“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 27. mars 2020 13:51

Dagur B. Eggertsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem kunnugt er hyggst ríkið koma til móts við fyrirtæki vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirunnar með því að greiða allt að 75% launa fólks næstu mánuði.

Viðskiptaráð lýsir yfir vonbrigðum sínum með að ekkert hafi heyrst í þessa áttina gagnvart starfsmönnun hins opinbera, en Viðskiptaráð vill stórfellda lækkun starfshlutfalls opinberra starfsmanna sem og tímabundnar kjaraskerðingar vegna Covid-19 áhrifanna á efnahagslífið.

Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs um fjáraukalög.

Dagur segir stopp

„Hér gengur Viðskiptaráð algjörlega fram af mér. Þetta getur ekki verið ígrunduð skoðun og hún er órafjarri þeim raunveruleika sem starfsfólk ríkis og sveitarfélaga er að glíma við þessa stundina. Hér segi ég stopp og beini því til Viðskiptaráðs að hugsa alvarlega sinn gang,“

segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri um málið á Facebook.

Hann segir að einmitt hið opinbera sé „brjóstvörnin“ gagnvart veirunni og undrast grunnhyggni Viðskiptaráðs:

„Það er ótrúleg grunnhyggni hjá Viðskiptaráði að kalla eftir launaskerðingum – og skertu starfshlutfalli – hjá því opinbera starfsfólki sem að stærstum hluta stendur nú í framlínunni í baráttunni við Covid. Ég held það væri miklu nær að taka umræðuna um það hvernig við getum náð sömu breiðu sátt og ríkir um yfirstandandi björgunaraðgerðir um það sjálfsagða mál að allir, bæði fólk og fyrirtæki, greiði sanngjarna hlutdeild til samfélagsins, af hagnaði sínum, rekstri, fjármagnstekjum og afnotum af auðlindum þegar þessu slotar og til framtíðar. Þá er ég ekki síst að hugsa um þá sem hafa mest á milli handanna og hafa gengið ótrúlega langt í að reyna að komast undan því að borga sinn sanngjarna skerf. Viðskiptaráð hlýtur að verða að læra sína lexíu í því eins og aðrir. En jafnvel sú umræða þarf að bíða. Stór hluti samfélagsins óskar vinsamlegast eftir því að fá nú svigrúm og aðstæður til að vinna verkin sem brýnust eru í orrustu dagsins. Svo skulum við ræða hitt.“

Harðlega gagnrýnt

Dagur er ekki einn um að þykja umsögn Viðskiptaráðs undarleg. Margir hneykslast á samfélagsmiðlum:

Þetta fólk!“ segir Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingflokksformaður Hreyfingarinnar.

„Að einhver taki þessa bavíana í Viðskiptaráði alvarlega er sturlað“ segir einn á Twitter.

„Já, góðan daginn er þetta viðskiptaráð? Já, sæl, mig langar til að panta nokkra trúða til að skemmta í barnaafmæli þegar samkomubanni lýkur. Og er nokkuð of snemmt að taka frá jólasveina fyrir jólaballið í haust?“ segir Snæbjörn Brynjarsson, fyrrverandi varaþingmaður Pírata.

Það þarf fyrst og fremst að vernda heimili landsins, ekki bara fyrirtæki og allra síst arðgreiðslubarónana sem hafa á undanförnum árum mjatlað út monní eigin vasa, sett upp skatta-undanskota-fléttur og vælt yfir veiðigjöldum svo eitthvað sé nefnt. Viðskiptaráð er algörlega ótengt við lífið í landinu,“ segir Guðni nokkur.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“