fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Lögmaður krefst skýringa á „herkvaðningu“ Áslaugar: „Kemur okkur spánskt fyrir sjónir“

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 22. mars 2020 15:00

Mynd Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur sett reglugerð sem gerir hverjum manni á Íslandi á aldrinum 18–65 ára skylt að vinna frítt fyrir almannavarnir í neyðarástandi. Þessi vinna yrði án endurgjalds, ókeypis fyrir ríkið.

Sjá einnig: Herkvaðning á Íslandi? „Borgaraleg skylda manna að gegna, án endurgjalds, starfi í hjálparliði“

Lárus S. Lárusson lögmaður skrifar í pistli á Vísi að þessar reglur þjóni ekki öðru hlutverki en vera lögspekingum til hugarleikfimi.

„Um tvenns konar kvaðningu er að ræða. Annars vegar almenna borgaralega skyldu til starfa við almannavarnir á hættustundu og hins vegar tilkvaðningu hvers fulltíðar manns sem tiltækur er til tafarlausrar aðstoðar þegar hætta vofir yfir. Eins og ráða má af orðalagi laganna þá á síðarnefnda tilvikið við þegar bregðast þarf við yfirvofandi hættu tafarlaust og er þá hægt að kalla til alla tiltæka menn. Slík tilkvaðning er ekki kæranleg til æðra stjórnvalds enda liggur í hlutarins eðli að um sé að ræða örþrifaráð gegn bráðri og yfirvofandi hættu. Í fyrra tilvikinu er gert ráð fyrir meiri undirbúningi og formfastari stjórnvaldsákvörðun enda er hægt að bera hana undir ráðherra til endurskoðunar,“
segir Lárus.

Lögmaðurinn undirstrikar að reglugerð Áslaugar geri ráð fyrir því að allt hjálparstarf eigi fyrst og fremst að byggja á framlagi sjálfboðarliða. Dugi það ekki til sé rétt að hafa í gildi reglur sem heimili stjórnvöldum að kveða fólk til borgaralegra skyldustarfa, enda reglur almannavarnalaga um borgaralegar starfsskyldur að mestu óbreyttar frá eldri lögum.

„Í lögunum og reglugerð dómsmálaráðherra er að finna ýmis boð og bönn, s.s. bann við því að tálma að maður gegni borgarlegu skyldustarfi eða bann við því að yfirgefa lögsagnarumdæmi. Þetta kemur spánst fyrir sjónir á litla Íslandi þar sem fjarlægðir eru ekki ýkja miklar og oft stutt á milli umdæma. Þessu tengdu vekur athygli að kvaðning nær til þeirra sem dvelja í lögsagnarumdæmi en er ekki tengd lögheimili. Þannig væri hægt að kveða fjölda námsmanna til skyldustarfa á höfuðborgarsvæðinu, fjarri þeirra raunverulega heimili. Þessum einstaklingum væri einnig óheimilt að heimsækja fjölskyldur sínar meðan á starfinu stæði. Sama hlýtur að gilda um erlenda einstaklinga sem dvelja hér á landi.

Þrátt fyrir ströng lagaboð þá er ekki að finna viðurlög við brot á þeim í lögunum. Slíka skýra refsiheimild er hvorki að finna í almannavarnalögunum sjálfum né almennum hegningarlögum. Því er vandséð hvaða afleiðingar það kynni að hafa að neita að verða við kvaðningu til borgaralegra skyldustarfa. Mögulega væri hægt að heimfæra það undir brot gegn valdstjórninni en lagaheimildin að mínum dómi fullnægir ekki skýrleikaáskilnaði refsiréttarins.

Það er margt athyglisvert í þessum lagareglum sem þarfnast frekari skýringar á og margt sem kemur okkur spánst fyrir sjónir. Vonandi kemur aldrei til þess að á þessar reglur reyni í framkvæmd og þær þjóni ekki öðru hlutverki en vera lögspekingum til hugarleikfimi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“