fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Eyjan

Ragnar Þór: „Saga til næsta bæjar ef bankar og lífeyrissjóðir eru farnir að hugsa með samfélagslegum hætti“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. mars 2020 11:00

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arion banki greindi frá því í dag að hann hyggist koma til móts við einstaklinga sem sjái fram á erfiðleika við að standa skil á afborgunum íbúðarlána vegna Covid-19 sjúkdómsins, með því að bjóða hlé á afborgunum lána í allt að þrjá mánuði. Þess utan er boðið upp á meiri sveigjanleika ef þörf er á.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fagnar þessu framtaki:

„Bankinn lýsir því réttilega yfir að þetta kosti hann ekki krónu en geti haft áhrif á greiðsluflæði tímabundið. Aðgerðin getur hinsvegar haft úrslitaáhrif um afkomu og velferð fólks sem lendir í greiðslufalli vegna atvinnumissi eða af öðrum ástæðum.Þetta er úrræði sem ætti alla jafna að vera til staðar í fjármálakerfinu og hefði skipt sköpum í eftirmálum hrunsins 2008,“

segir Ragnar og vonast til að aðrir fylgi eftir:

„Ég á ekki von á öðru en hinir bankarnir og lífeyrissjóðirnir taki uppá að bjóða greiðsluhlé vegna þeirra aðstæðna sem fyrirséð að geti skapast í íslensku samfélagi. Slíkur sveigjanleiki er nauðsynlegur og í takt við það sem við höfum verið að kalla eftir. Þessi aðgerð þarf ekki kosta sjóðina eða bankana eina einustu krónu en það er saga til næsta bæjar ef bankar og lífeyrissjóðir eru farnir að hugsa með samfélagslegum hætti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 13 klukkutímum
Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn