fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Eyjan

Einn virtasti innanhússarkitekt landsins með ákall: „Er ekki komið nóg af klúðursmálum í borginni?“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er ekki komið nóg af klúðursmálum í borginni varðandi dýrar byggingar og vandræði í rekstri þeirra? Ætla borgaryfirvöld að fórna einhverju verðmætasta græna landi borgarinnar og ófyrirséðum fjármunum vegna skammsýni og hugmyndaleysis? Ég vil hvetja alla borgarbúa til að skrifa nöfn sín á undirskriftalista þar sem óskað er eftir borgarakosningu um þessar óafturkræfu framkvæmdir við Elliðaárdal.“

Þetta skrifar Rut Káradóttir, innanhússarkitekt í Morgunblaðið í dag, vegna þeirra áforma um að byggja um 4000 fermetra hvelfingu í Elliðaárdal, fyrir neðan Stekkjarbakka. Fyrirtækið Spor í sandinn (SÍS) hefur fengið vilyrði fyrir framkvæmdunum hjá Reykjavíkurborg, en málið hefur mætt mikilli andstöðu þar sem fjöldi manns vill njóta útivistar og náttúru á svæðinu.

Hafa samtökin Hollvinir Elliðaárdals efnt til undirskriftarsöfnunar þar sem þess er krafist að íbúar Reykjavíkur fái að kjósa um málið.

Sporin hræða

Rut segir að áhersla hafi verið lögð á að kynna hugmyndafræðina að baki hvelfingunni, en minna fari fyrir kynningum um viðskiptamódelið og reksturinn, en til stendur að selja vörur beint frá býli, reka veitingastaði, stunda matjurtarrækt og heilsurækt innan hvelfingarinnar auk þess sem staðið verður fyrir viðburðum, veislum og ráðstefnuhaldi:

„Það hefur ekki farið fram hjá neinum að rekstur á stærri byggingum á höfuðborgarsvæðinu með slíkan blandaðan rekstur hefur vægast sagt gengið brösuglega í gegnum tíðina. Flestir þekkja erfiðleika Hörpunnar og Perlunnar og óþarfi að rekja þá sögu frekar. Þá hafa skemmtigarðar fyrir almenning átt erfitt uppdráttar í borginni og ekki einu sinni tekist að reka lítið kaffihús í bragganum „góða“,“ segir Rut og skýtur föstum skotum á Reykjavíkurborg.

Gríðarlegur kostnaður

Rut nefnir einnig gríðarlegan kostnað Reykjavíkurborgar í verkefninu og spyr hvað gerist ef verkefnið gengur ekki upp:

„Áætlaður kostnaður við byggingar SÍS er líklega vel á annan milljarð króna, en borgin sjálf þarf síðan að leggja til hundruð milljóna vegna þessa verkefnis, m.a. í uppbyggingu innviða, gatna og fráveitu. Áður en slíkt er gert, hlýtur krafan að vera sú að þeir sem standa að verkefninu leggi fram ítarlega og sannfærandi viðskipta og rekstraráætlun og sýni fram á að þeir búi yfir reynslu og þekkingu á því sviði. Hafa borgaryfirvöld kallað eftir slíku? Ef reksturinn gengur ekki upp, hvað tekur þá við?“

Á stærð við Perluna

Rut nefnir að hún sé fylgjandi því að aðgengi útivistarfólks í dalnum sé bætt og hún væri alveg til í að njóta veitinga á huggulegu kaffihúsi:

„Hins vegar er fullvel í lagt að byggja 4.000 fermetra hvelfingar til þess. Til að setja áætlað byggingarmagn SÍS í eitthvert samhengi þá eru hvelfingarnar samtals á stærð við Perluna (sem er einmitt ríflega 4.000 fermetrar) og 2/3 af stærð gömlu Laugardalshallarinnar. Samkvæmt kynningum SÍS er áætlað að á hverju ári eigi þeir von á um 300.000 gestum. Gangi þær áætlanir eftir mun þessum mikla fjölda gesta fylgja mikil umferð og rask í nánasta umhverfi Elliðaárinnar og dalsins,“

segir Rut og nefnir að ýmislegt annað hefði mátt hugleiða áður en Reykjavíkurborg samþykkti fyrstu hugmyndina sem kom inn á borð til sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Diane Keaton er látin

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vextir og verðbólga: Seðlabankinn í sjálfheldu – vítahringur verðtryggingar og skammsýni

Vextir og verðbólga: Seðlabankinn í sjálfheldu – vítahringur verðtryggingar og skammsýni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa Sjálfstæðismanna – hver er munurinn á Reykjavík og Kópavogi?

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa Sjálfstæðismanna – hver er munurinn á Reykjavík og Kópavogi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Hreinsanir í borgarstjórn – konur áfram í valdastöðum

Orðið á götunni: Hreinsanir í borgarstjórn – konur áfram í valdastöðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri býður sig fram til varaformanns

Snorri býður sig fram til varaformanns
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingibjörg vill verða varaformaður Miðflokksins

Ingibjörg vill verða varaformaður Miðflokksins