fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Eyjan

Tjarnarbíó fær 20 milljónir frá Reykjavíkurborg

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. janúar 2020 16:00

Tjarnarbíó. Mynd/Reykjavíkurborg/ Ragnar Th. Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framlag Reykjavíkurborgar til reksturs Tjarnarbíós verður 20 milljónir króna á þessu ári og eykst um 5 milljónir frá síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Samningur þar að lútandi hefur verið samþykktur í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og borgarráði.

Samningurinn gildir til þriggja ára og verður framlagið komið upp í 22 milljónir árið 2022. Í samningnum er kveðið á um að Tjarnarbíó skuli halda áfram að vera einn meginvettvangur nýsköpunar í íslenskum sviðslistum en í menningarstefnu Reykjavíkurborgar segir meðal annars að borgin skuli hlúa að grasrótar- og tilraunastarfsemi í listum og menningu. Í samningnum er einnig lögð áhersla á að Tjarnarbíó sinni listuppeldi barna og unglinga.

Reykjavíkurborg hefur stutt við starfsemina í Tjarnarbíó með þriggja ára samningum frá árinu 2013 og hefur starfsemin síðan þá vaxið ár frá ári og sýningar fengið viðurkenningar og verðlaun.

Húsnæðið er í eigu Reykjavíkurborgar. Sjálfsaflafé Tjarnarbíós hefur verið um 60% af rekstrarstyrkjum. Fjöldinn allur af hátíðum í Reykjavík nýta sér aðstöðuna í Tjarnarbíó, svo sem barnamenningarhátíð, Reykjavík Dance Festival, Hinsegin dagar og Listahátíð í Reykjavík. Reykjavíkurborg styður einnig við rekstur Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi