fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Harpa segir Sólveigu Önnu ljúga í fjölmiðlum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilur Eflingar og Reykjavíkurborgar hafa varla farið framhjá mörgum, en ekkert gengur í kjaraviðræðum og stefnir í verkfall 1800 félagsmanna Eflingar sem vinna hjá borginni, í byrjun febrúar.

Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, segir að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fari með ósannindi í fjölmiðlum.

Sólveig fullyrti í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að bogin hefði aðeins lagt fram eitt tilboð í upphafi viðræðna fyrir 10 mánuðum, sem hafi verið verra en lífskjarasamningurinn svokallaði.

Þessu vísar Harpa á bug, því tilboðið hafi verið betra en lífskjarasamningarnir, ef eitthvað er:

„Við lögðum fram megináherslu sem kvað á um það að við myndum fylgja Lífskjarasamningnum og það er það tilboð sem við höfum lagt fram, og ef eitthvað er, er kannski örlítið meira.“

Ekki er vitað hverjar kröfur Eflingar eru, eða hvert tilboð Reykjavíkurborgar var, nema að Efling heimtaði 400 þúsund króna desemberuppbót, sem er um 300% hækkun frá síðustu desemberuppbót, sem er um 97 þúsund krónur. Önnur félög innan SGS sömdu um hækkun desemberuppbótar og er hún nú 120 þúsund krónur.

Sólveig hefur sakað samninganefnd Reykjavíkurborgar um virðingaleysi og dregið borgarstjóra til ábyrgðar. Vill hún að viðræður fari fram fyrir opnum tjöldum, því Efling hafi ekkert að fela. Vill hún að borgarstjóri komi sjálfur að viðræðunum.

Harpa vill hinsvegar lítið tjá sig um upplifun Sólveigar af fundum, heldur bendir á að viðræður séu á viðkvæmu stigi og það gagnist lítið að munnhöggvast í fjölmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“