fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Hvers vegna er gaman að vinna Dani?

Egill Helgason
Laugardaginn 11. janúar 2020 21:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alltaf gaman að vinna Dani – les maður hvarvetna á vefnum. En hvers vegna er gaman að vinna Dani?  Það eru liðin 76 ár síðan við slitum endanlega sambandi við þá og 101 ár síðan við fengum fullveldið frá þeim. Danahatur er varla mjög útbreitt lengur, Það er heldur ekki eins og Danir séu núorðið mikið að þvælast fyrir okkur – nema helst í þeirri mynd að danska er ennþá kennd í íslenskum skólum.

Það hefur mér raunar virst næsta vonlítið verkefni. Börn sem nú alast upp hafa litla sem enga reynslu af dönsku máli, ólíkt kynslóðunum sem ólust upp við Hjemmet, Familje Journal og Andrés Önd á dönsku. Fyrir okkur var ekkert mál að læra dönskuna – hún var út um allt í málumhverfi okkar. Nú er hún hvergi.

Svo er líka hitt að danskan sem maður heyrir talaða, til dæmis í nýlegum sjónvarpsþáttum, hefur breyst. Hún er hraðari, líkt og komin enn dýpra ofan í kokið, og full af slangurorðum sem komu ekki fyrir á sínum tíma í Matador, Olsen-banden  eða Huset paa Christianshavn. Þegar maður opnar munninn til að tala dönsku í Kaupmannahöfn hjómar maður eins og aftan úr fornöld.

Annars höfum við bara gott eitt af Dönum að segja, þeir afhentu okkur handritin og við erum enn að taka upp einhverja siði frá þeim – líkt og til dæmis jólahlaðborð. Jólamaturinn sem er borðaður á flestum íslenskum heimilum er ennþá danskur, svínakjöt, sósa og rauðkál – en dönskuslettur heyrast varla lengur nema þær sem eru algjörlega inngrónar í málið.

Liggur við að maður verði glaður þegar maður heyrir slett dönsku fremur en ensku.

Íslenska liðið spilaði eldfjörugan leik á móti því danska í dag. Danir eru náttúrlega gamalt handboltastórveldi. Handboltinn barst hingað til lands frá Danmörku – fyrst tilí Hafnarfjarðar en breiddist svo út um landið. Það þótti löngum miikið mál að etja kappi við Dani í þessari íþrótt, en það var ekki fyrr en 7. apríl 1968 að Íslendingum tókst loks að vinna Dani í handbolta. Leikurinn fór 15-10, það var minna skorað í handboltanum þá. Þetta var í Laugardalshöllinni, Danir voru þá með silfurlið frá heimsmeistaramóti árið áður. Eftir leikinn braust út sigurhátíð um allt land, meira að segja hinn háttprúði menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, hljóp inn á völlinn í Laugardalshöllinni. Það var dálítið eins og sjálfstæðið væri enn í húfi. Þetta var líklega sætasti íþróttasigur lýðveldisins fram að því – árið áður höfðu Danir sigrað Íslendinga 14-2 í fótbolta.

Gerist maður nokkuð aldraður. Ég var á þessum leik, átta ára strákur, að þvælast í Höllinni með vini sem ég man ekki hver var. Foreldrar voru víðs fjarri. Maður fór bara sjálfur. Ég man ekki sérstaklega mikð eftir leiknum sjálfum – en rámar þó í leikni Geirs Hallsteinssonar og þrumuskot Jóns Hjaltalíns Magnússonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli