Föstudagur 13.desember 2019
Eyjan

Fjárlagafrumvarpið: Fjölgun almennra leiguíbúða

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. september 2019 19:30

Ásmundur Einar Daðason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag hefur Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, óskað eftir því að fjárframlög til svokallaðra stofnframlaga til byggingar eða kaupa almennra íbúða verði 3,7 milljarðar árið 2020 en áður hafði verið ráðgert að dregið yrði úr fjölgun leiguíbúða í almenna íbúðakerfinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Stofnframlögin eru notuð til að reisa leiguhúsnæði sem er hugsað til langtímaleigu fyrir fólk sem hefur tekjur og eignir undir ákveðnum mörkum. Upphaflega átti að reisa 300 slíkar íbúðir á næsta ári en nú stendur til að tvöfalda fjöldann og byggja 600 íbúðir með slíkum stofnframlögum. Aukningin er hluti af umsömdu framlagi stjórnvalda til lífskjarasamninga sem gerðir voru síðasta vor.

,,Ég hef lagt mikla áherslu á að húsnæðismál séu velferðarmál og því verður mjög ánægjulegt að fylgja þessari uppbyggingu eftir. Þetta er auk þess einn af þeim þáttum sem lagt var upp með í tengslum við lífskjarasamninga á vinnumarkaði og það er ánægjulegt að þeir séu nú byrjaðir að skila sér í aðgerðum,” segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Sakar Helga um bullandi vanhæfi: „Vill einmitt svo skemmtilega til að eiginkona Helga Hrafns er forstöðumaður Siðmenntar“

Sakar Helga um bullandi vanhæfi: „Vill einmitt svo skemmtilega til að eiginkona Helga Hrafns er forstöðumaður Siðmenntar“
Eyjan
Í gær

Styrmir: Hvar eru unglingahreyfingar stjórnmálaflokkanna?

Styrmir: Hvar eru unglingahreyfingar stjórnmálaflokkanna?