fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Birgir Ármannsson: „Það eru allir í óvissu með þetta“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. september 2019 12:21

Birgir Ármannsson liggur á skýrslunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eru allskonar spekulasjónir í gangi, ég veit ekkert meira en þú um það. Það liggur ekkert fyrir um hver tillaga hans (Bjarna) til þingflokksins verður,  það eru allir í óvissu með þetta,“

sagði Birgir Ármannsson við Eyjuna í dag, en margir velta nú vöngum yfir hver verði nýr dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem skipaður verður á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun.

Birgir hefur verið nefndur sem eins konar millilending fyrir Bjarna, gagnvart Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Brynjars Níelssonar, hvað varðar bakland Sjálfstæðisflokksins, sem enn er í sárum vegna þriðja orkupakkans.

Það er ekki talið bæta ástandið verði Áslaug skipuð, en íhaldsarmur baklands Sjálfstæðisflokksins hefur gagnrýnt hana harðlega vegna reynsluleysis og ungs aldurs. Því hefur Brynjar Níelsson verið nefndur sem líklegur kostur, en hann þykir afar vinsæll hjá áðurnefndum íhaldsarmi.

Birgir sagði við Eyjuna að Bjarni hefði engin fyrirheit gefið um skipunina og aðspurður um hvernig hann mæti sína stöðu, svaraði hann:

„Það eru margir í þingflokknum sem koma til greina á mismunandi forsendum og það verður bara að koma í ljós hvað formaðurinn gerir.“

Birgir sagði einnig að það væri ekki búið að skýrast hvenær Bjarni myndi funda með þingflokknum um málið, en það yrði í kvöld eða í fyrramálið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm