fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

„Hvaða PR-maður ráðlagði Ríkislögreglustjóra að fara í viðtal við Moggann?“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 24. september 2019 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eina sem mig langar að vita núna er hvaða PR-maður ráðlagði Ríkislögreglustjóra að fara í viðtal við Moggann? NB Viðtal sem hann fékk væntanlega að lesa yfir, en láta samt þessi spillingarbrigsl standa? Að klúðra svona viðtali er eitthvað sem krefst einbeitts brotavilja.“

Svo tístir Helgi Seljan, fjölmiðlamaður, um Harald Johannessen ríkislögreglustjóra og viðtal hans við Morgunblaðið, sem hellti olíu á eldinn í deilu hans við ýmsa aðila innan lögreglunnar.

Í gær lýstu átta af níu lögreglustjórum á Íslandi yfir vantrausti á Harald og töldu hann óstarfhæfan. Þar á meðal formaður Lögreglustjórafélagsins, Úlfar Lúðvíksson. Aðeins Ólafur Helgi Kjartansson á Suðurnesjum kaus að taka ekki undir yfirlýsinguna.

Þá samþykkti formannafundur Landssambands lögreglumanna einnig vantraust á ríkislögreglustjóra í gær og ljóst að staða Haraldar er erfið, þar sem skorað er á hann að stíga til hliðar. Er viðtalið í Morgunblaðinu sagt kornið sem fyllti mælinn.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, fundaði með Haraldi í morgun. Sagði hún að Haraldur hefði ekki ljáð máls á því hvort hann ætlaði að stíga til hliðar og ljóst væri að hann myndi sitja áfram.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi