fbpx
Mánudagur 21.október 2019  |
Eyjan

Yfir 4000 bréf send vegna gruns um bótasvik í fyrra – Aðeins tókst að ljúka 15% mála

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. september 2019 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls 4.252 einstaklingar fengu bréf frá eftirlitsdeild Vinnumálastofnunar á síðasta ári vegna grunsemda um að viðkomandi hefði haft rangt við og fengið bótagreiðslur vegna atvinnuleysis á óeðlilegan hátt, samkvæmt ársskýrslu Vinnumálastofnunar fyrir 2018 og Morgunblaðið greinir frá. Alls 2.804 slík bréf voru send út árið 2017.

Af útsendum bréfum tókst að ljúka 15% mála, eða 617 talsins, en árið 2017 var 511 málum lokið með viðurlagaákvörðun.

Eftirlitsdeildin samkeyrir upplýsingar við gagnabanka menntastofnana, Ríkisskattstjóra, Samgöngustofu og Fangelsismálastofnunnar til að ganga úr skugga um að upplýsingar frá þeim sem sækja um bætur séu réttar. Þá er einnig tekið við ábendingum frá almenningi og einnig fylgst með þeim sem skrá ótilkynntar fjármagnstekjur.

Skuldamyndun vegna málanna nam rúmlega 152 milljóna króna eða að meðaltali 247.125 kr. á hvern einstakling sem sætti viðurlögum.

Eftirlitsdeildin hefur ekki undan

2.854 bréf voru send vegna samkeyrslu við staðgreiðsluskrá Ríkisskattstjóra. Þar af lauk 355 málum með viðurlagaákvörðun.

93 bréf voru send til námsmanna. Tveimur málum lauk  með viðurlagaákvörðun en 36 einstaklingum var synjað.

664 bréf voru send vegna staðfestinga/innskráninga sökum dvalar erlendis.  Þá var 161 máli lokið með viðurlagaákvörðun, þar sem atvinnuleitendur höfðu verið erlendis, án þess að tilkynna ferð sína til stofnunarinnar.

557 bréf voru send vegna samkeyrslu við staðgreiðsluskrá Ríkisskattstjóra vegna fjármagnstekna. Þar af lauk 47 málum með synjun sökum þess að einstaklingar skiluðu ekki umbeðnum gögnum.

Hátt í 12 þúsund umsóknir

Alls bárust 11.954 umsóknir um atvinnuleysisbætur í fyrra. Flestar umsóknir komu frá höfuðborgarsvæðinu eða 7.555.  Á Suðurnesjum sóttu 1.240 einstaklingar um atvinnuleysisbætur sem er mesti fjöldinn af þjónustuskrifstofum á landsbyggðinni.   Flestar umsóknir um atvinnuleysisbætur bárust í janúar, október og nóvember.

Í fyrra var alls 854 einstaklingum sagt upp störfum, og voru 922 lengur en 12 mánuði á bótum, eða 20% allra á skrá. Þá voru 1.964 einstaklingar lengur en sex mánuði á atvinnuleysisskrá, eða 42% allra á skrá.

Helstu verkþættir eftirlitsdeildar eru:

  1. Samkeyrslur við menntastofnanir, Fangelsismálastofnun, Ríkisskattstjóra og Samgöngustofu.
  1. Eftirlit með staðfestingum og innskráningum á mínum síðum Vinnumálastofnunar sem koma frá erlendum netþjónum.
  1. Stök mál og/eða ábendingar frá einstaklingum og starfsfólki stofnunarinnar.
  1. Eftirlit með þeim sem tilkynna ekki heimkomu eftir atvinnuleit erlendis.
  1. Eftirlit með þeim sem eru með skráðar ótilkynntar fjármagnstekjur.
  1. Móttaka flugmiða og viðeigandi skráning.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Styrmir áhyggjufullur fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins

Styrmir áhyggjufullur fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Salt í sár Guðmundar- og Geirfinnsmála

Salt í sár Guðmundar- og Geirfinnsmála
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi ríkisskattstjóri tætir í sig „órökstutt“ frumvarp Bjarna Ben – Segir það stuðla að misskiptingu og ójafnræði

Fyrrverandi ríkisskattstjóri tætir í sig „órökstutt“ frumvarp Bjarna Ben – Segir það stuðla að misskiptingu og ójafnræði
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vill að Reykjavíkurborg reki nytjamarkað – „Að það skuli finnast fátækt í svo gjöfulli borg er slakri stjórnun að kenna“

Vill að Reykjavíkurborg reki nytjamarkað – „Að það skuli finnast fátækt í svo gjöfulli borg er slakri stjórnun að kenna“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Furðulegar fabúleringar um Ísland og stórveldin

Furðulegar fabúleringar um Ísland og stórveldin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Femínistar fordæma grein Áslaugar um þolendur kynferðisbrota – „Afar sérstakt“ segir dómsmálaráðherra

Femínistar fordæma grein Áslaugar um þolendur kynferðisbrota – „Afar sérstakt“ segir dómsmálaráðherra