fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Svandís fjölgar sérhæfðum dagdvalarrýmum í MS-Setrinu

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. september 2019 20:00

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisráðherra hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að semja við MS-Setrið um aukna þjónustu við fólk með Parkinsonsjúkdóm. Miðað er við að dagdvalarrýmum með endurhæfingu fyrir þessa sjúklinga verði fjölgað um fimm til sex hjá Setrinu en þar er fyrir hendi mikil sérþekking í meðferð fólks með ýmsa taugasjúkdóma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

Þetta er þjónusta sem getur skipt sköpum fyrir þá sem hana fá, bætt lífsgæði þeirra og jafnframt aukið möguleika fólks á að búa heima sem að öðrum kosti gæti það ekki. Þetta er því mikilvæg viðbót í þjónustu við fólk með Parkinsonsjúkdóm og ánægjulegt að geta komið þessu til leiðar

segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Setrið er dagþjónusta og endurhæfingarmiðstöð í MS-húsinu við Sléttuveg í Reykjavík. Þar er nú aðstaða til dvalar með endurhæfingu fyrir 40 einstaklinga í senn, en um 90 manns nýta sér þjónustuna í viku hverri. Þjónustan er ekki einungis bundin við fólk með MS-sjúkdóm, heldur er þar veitt  þjónusta sjúklingum með ýmsa aðra taugasjúkdóma, svo sem Parkinson og MND og einnig sjúklingum sem þarfnast endurhæfingar eftir heilablóðfall. Þeir sem eru í dagþjónustu í Setrinu eiga  þar kost á hjúkrun og umönnun, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og félagsráðgjöf, auk þátttöku í ýmsu félagsstarfi.

Fram hefur komið, m.a. af hálfu Landspítala, að mikilvægt sé að efla sérhæfða dagdeildarþjónustu fyrir fólk með parkinsonsjúkdóminn og Parkinsonsamtökin hafa undanfarin ár leitað leiða til þess að koma á fót slíkri þjónustu. Með þeirri fjölgun rýma sem nú hefur verið ákveðin við MS-Setrið er komið til móts við brýna þörf.

Meðhöndlun taugasjúkdóma eins og MS, MND og Parkinson krefst verulegrar sérhæfingar. Því felast mikil samlegðaráhrif í því að veita sjúklingahópunum sem hér um ræðir þjónustu á einum stað þar sem fyrir hendi er kunnátta og þekking á þessum sjúkdómum og hvernig mest megi mæta þörfum sjúklinganna og veita þeim viðeigandi þjónustu og stuðning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“