fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Sólveigu nóg boðið: „Það er ekki gaman að þurfa að standa í þessu ógeðslega rugli“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. september 2019 19:30

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú er því aftur haldið fram að ég hafi reynt að koma í gegn óeðlilegum greiðslum úr sjóðum félagsins, sem er lygi, svívirðileg lygi,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Í stöðufærslu á Facebook vísar Sólveig í tilkynningu Kristjönu Valgeirsdóttur, fyrrverandi starfsmanns stéttarfélagsins, vegna brottrekstrar hennar. Sólveig segir Kristjönu hafa komið með ósannar fullyrðingar um starfsemi og starfsfólk Eflingar.

Sjá einnig: „Forysta Eflingar hagar sér eins og verstu skúrkar“

„Mikið hlýtur fólk sem fer fram með þessum hætti að hafa lélegan málstað að verja,“ segir Sólveig. „Það er ekki gaman að þurfa að standa í þessu ógeðslega rugli.“

Sólveig birtir þá nýja yfirlýsingu frá Eflingu og segir það skipta máli „að sannleikurinn fái að heyrast,“ en umrædda yfirlýsingu má í heild sinni sjá að neðan:

„Fjölmiðlar birtu í gærkvöldi, 22. september 2019, yfirlýsingu frá Kristjönu Valgeirsdóttur þar sem bornar eru upp ósannar fullyrðingar um starfsemi og starfsfólk Eflingar.

Áréttað er að Efling hefur í einu og öllu virt réttindi starfsmanna sinna samkvæmt ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum. Efling hefur hins vegar ekki viljað fallast á kröfur um greiðslur úr sjóðum félagsins, á kostnað félagsmanna, sem eru langt umfram það sem telst heimilt eða eðlilegt.

Að ósk Kristjönu fjallaði stjórn Eflingar um kröfu lögmanns hennar um starfslokagreiðslur sem fólu í sér að Kristjana fengi full laun fram að eftirlaunaaldri eða í þrjú og hálft ár. Kostnaður við slíkar starfslokagreiðslur hefði varlega áætlað hlaupið á 40-50 milljónum króna. Stjórn Eflingar taldi þessar kröfur úr öllu hófi og var þeim því hafnað. Stjórn félagsins áréttaði um leið að Efling mun að sjálfsögðu virða réttindi Kristjönu samkvæmt ráðningarsamningi, kjarasamningi og lögum. Efling hefur nálgast málið í samræmi við þá afstöðu stjórnar og virt í einu og öllu réttindi hennar.

Vegna ummæla Kristjönu, sem skilja má sem svo að hún hafi haft uppi athugasemdir við stjórnendur félagsins um ósamþykkt fjárútlát, vill Efling taka fram að enginn stjórnandi eða starfsmaður á skrifstofu Eflingar hefur svo vitað sé móttekið slíkar athugasemdir. Fjárútlát félagsins og rekstur er í fullu samræmi við reglur félagsins og eru einstakir kostnaðarliðir lagðir fyrir stjórn til samþykktar eftir því sem við á. Enginn fótur er fyrir ásökun Kristjönu um ósamþykktar greiðslur úr sjóðum félagsins og eru þær með öllu úr lausu lofti gripnar. Efling harmar að gripið sé með þessum hætti til ósanninda í því skyni að reyna að þvinga fram óeðlilegar starfslokagreiðslur eins og lýst er hér að ofan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“