fbpx
Föstudagur 10.júlí 2020
Eyjan

Björn Leví segir Sirrý ljúga í Fréttablaðinu: „Þetta er lygi. Skáldsaga. Bull og þvaður“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 21. september 2019 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skefur ekki af því og segir á Facebook að Sjálfstæðiskonan Sirrý Hallgrímsdóttir ljúgi blákalt í pistli sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Í pistlinu gagnrýnir Sirrý siðferði Pírata og gefur í skyn að flokksmenn séu hræsnarar.

„Flestir telja sig hafa góð prins­ipp en þeir eru kannski færri sem standa við þau þegar á reynir. Og það er einmitt þá sem prinsippin skipta máli, hverju við erum tilbúin að fórna til vegna þeirra. Á þetta reyndi á Alþingi nú í vikunni. Píratarnir hafa farið fremstir í flokki þeirra sem telja Alþingi siðlaust og vonlaust. Þeir voru því fullir vandlætingar yfir því að tiltekinn Miðflokksmaður, sem hafði orðið sér til skammar á Klaustri og fengið ávítur frá siðanefnd Alþingis, yrði formaður í nefnd. En þeir ákváðu að greiða ekki atkvæði gegn honum og hafa borið fram óvenju hreinskipta skýringu á þeirri ákvörðun,“ skrifar Sirrý.

Hún segir Píratar hafi fórnað prinsippi sínu í þessu máli. „Ástæðan fyrir því að þau láta Bergþór yfir sig ganga segja þau vera að meirihlutinn á þinginu hafi hótað því að ef stjórnarandstaðan leysti ekki sjálf úr sínum málum myndi hún ekki fá formennsku í tveimur öðrum nefndum. Það hefði þýtt að Þórhildur Sunna, sem fyrst íslenskra þingmanna var ávítuð af siðanefnd, fengi ekki nefndarformennsku. Það var því úr vöndu að ráða fyrir Píratana. Annars vegar prins­ipp um að vondir menn eins og Klaustursmenn ættu ekki að stýra nefndum Alþingis og hins vegar valdastaða í þinginu. Niðurstaðan liggur nú fyrir. Í stað þess að standa á prinsippinu og neita að bera ábyrgð á nefndarformennsku Bergþórs og gefa þar með eftir nefndarformennskur þá völdu Píratarnir stólana og stöðutáknin.Auðvitað er það síðan sérstakt umhugsunarefni að Píratar telji eðlilegt að Þórhildur Sunna sé heppileg til að stýra þingnefnd. En þá verða menn að muna að Pírata­siðferðið nær ekki til Píratanna sjálfra, bara allra annarra,“ segir Sirrý.

Líkt og fyrr segir þá telur Björn Leví að Sirrý viti betur: „„En þeir ákváðu að greiða ekki atkvæði gegn honum“ Þetta er lygi. Skáldsaga. Bull og þvaður. Ég sit í þessari nefnd. Ég er áheyrnarfulltrúi og er ekki með atkvæðisrétt. Ég las upp langan pistil sem ég deildi hér. Að lokum bókaði ég „nei“.“

Hér fyrir neðan má lesa ræðu Björns sem hann deildi á Facebook á fimmtudaginn

„Í kjölfar #metoo var haldin sérstök umræða á Alþingi, haldin rakarastofuráðstefna og breytingar samþykktar á siðareglum þingmanna.

Í greinargerð þingsályktunar um breytingu á siðareglum kemur fram að ræðumenn í sérstöku umræðunum fordæmdu einróma ríkjandi ástand og áréttuðu mikilvægi þess að karlmenn hefðu frumkvæði að bættu hugarfari meðal karla og stuðluðu þannig að betra samfélagi. Var rík samstaða meðal ræðumanna um að hafna hvers konar ofríki og ofbeldi í garð kvenna.

Einnig kemur fram í greinargerð ályktunar Alþingis um breytingu á siðareglum að haldin var ráðstefna þann 8. febrúar 2018 í samstarfi við UN Women á Íslandi og utanríkisráðuneytið. Í lok ráðstefnunnar lýsti forseti Alþingis yfir vilja þingsins til að vinna áfram að aðgerðum til úrbóta á þessu sviði og greindi frá því að starfshópur á vegum skrifstofu Alþingis hefði skilað forsætisnefnd skýrslu, 18. janúar 2018, með tillögum að breytingum á siðareglum fyrir alþingismenn svo að þar komi fram að óviðeigandi hegðun og framferði verði ekki liðið. Jafnframt að til standi að útbúa viðbragðsáætlun til að Alþingi geti tekið á málum sem komið geta upp.

Enn fremur að það sé því eðlilegt og réttmætt, í ljósi þeirra krafna sem fram hafa komið, að í siðareglum fyrir alþingismenn komi fram sú meginregla að þingmenn skuldbindi sig til þess að leggja sitt af mörkum til að skapa heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan, sem sé laust við kynbundna og kynferðislega áreitni, einelti og aðra ótilhlýðilega framkomu. Jafnframt að það sé skylda hvers og eins þingmanns að hafna slíku hátterni og að þingmenn skuli ekki sýna öðrum þingmönnum, starfsmönnum þingsins eða gestum kynferðislega áreitni eða ofbeldi af neinu tagi, eða aðra vanvirðandi framkomu.

Ég minni á orð forsætisráðherra í viðtali við fjölmiðla í kjölfar niðurstöðu siðanefndar: „Það sem kemur mér kannski fyrst og fremst á óvart eru viðbrögð þessara þingmanna sem um ræðir. Að þeir virðast ekki enn skilja alvarleika sinna orða sem um var talað, skilja ekki að orð hafa afleiðingar og jafnvel reynt að snúa málinu upp í pólitískan spuna um að hér sé um aðför að þeim að ræða.” og „að það sé fremur haldið áfram að grafa sig ofan í holuna frekar en að líta upp úr henni og axla ábyrgð á eigin orðum og gjörðum. Því það voru engir aðrir en þessir aðilar sem sátu þetta kvöld og höfðu þessi orð uppi um nafngreindar, einkum, konur.”

Það er okkar hlutverk að fólk standist reikningsskil. Hverjar svo sem afleiðingarnar af því kunni að vera. Við getum staðið okkur í því hlutverki og endurtekið orð okkar í þeirri ályktun sem við samþykktum þann 5. júní á síðasta ári, einungis um hálfu ári áður en upp komst að sumir meintu ekkert með atkvæði sínu eða við getum sýnt í verki að við hin meintum heldur ekki neitt með atkvæðum okkar þann dag þar þingmenn sögðust: “leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan og hvarvetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni, einelti eða annarri vanvirðandi framkomu”

Að lokum, þögn er ekki sama og samþykki.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Steingrímur J. um þingslitin, Covid-19 og framhald sitt í pólitík

Steingrímur J. um þingslitin, Covid-19 og framhald sitt í pólitík
Eyjan
Fyrir 6 dögum

3,6 milljörðum úthlutað til öflunar hagkvæmra leiguíbúða á landinu

3,6 milljörðum úthlutað til öflunar hagkvæmra leiguíbúða á landinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sér eftir því að hafa sagt Kolbeini að fokka sér

Sér eftir því að hafa sagt Kolbeini að fokka sér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ríkisstjórnin hafi sýnt styrk sinn

Segir að ríkisstjórnin hafi sýnt styrk sinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ungir jafnaðarmenn krefjast aðgerða – „Á Íslandi hefur útlendingahatur fengið að festa rætur og lifir nú góðu lífi“

Ungir jafnaðarmenn krefjast aðgerða – „Á Íslandi hefur útlendingahatur fengið að festa rætur og lifir nú góðu lífi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Breytingar á stjórnarskrá – Forseti megi aðeins sitja í tvö kjörtímabil og meðmælendum verði fjölgað

Breytingar á stjórnarskrá – Forseti megi aðeins sitja í tvö kjörtímabil og meðmælendum verði fjölgað