fbpx
Miðvikudagur 16.október 2019  |
Eyjan

Sjáðu hvað fjármagnseigendur „græða“ samkvæmt fjárlagafrumvarpinu -„Ofboðslega óréttlátt – ríkisstjórn ríka fólksins“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. september 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sitt sýnist hverjum um fjárlögin fyrir árið 2020. Katrín Baldursdóttir, atvinnulífsfræðingur, segir núverandi ríkisstjórn vera ríkisstjórn ríka fólksins, þar sem minna sé innheimt í fjármagnstekjur árið 2020 en árin á undan, eða sem nemur 5.2 milljörðum:

„Fimm þúsund og fimm hundruð milljónir. Já fimm þúsund og fimm hundruð milljónir. Eða 5,2 milljarðar. Það er sú upphæð sem fjármagnseigendur græða á nýja fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2020,“

segir Katrín og sýnir mynd af Excel-skjali um tekjur ríkissjóðs:

„Fjárlög 2019 segja að fjármagnstekjur skuli færa ríkissjóði 38 milljarða, en fjárlagafrumvarpið 2020 segir að fjármagnstekjur færi ríkissjóði 32,5 milljarða. Sem sagt fimm þúsund og fimm hundruð milljónum minna, eða 5,2 milljörðum. 14,5% minna.(sjá meðfylgjandi mynd). Já ríkisstjórnin gerir vel við fjármagnseigendur. Þetta er ríkisstjórn ríka fólksins.“

Úlfur í sauðagæru

Katrín segir það falla í skaut „venjulegs fólks“ að borga mismuninn sem upp á vanti:

„Á sama tíma skreytir þessi ríkisstjórn sig með fjöðrum endurreistrar verkalýðshreyfingar. Fjaðrir sem heita lífskjarasamningur. En lífskjarasamningurinn virðist vera úlfur í sauðgæru miðað við þetta nýja fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020. Kjarabæturnar sem þeir lægst launuðu áttu að fá og millistéttin á lægri töxtunum, hverfa með alls konar nýjum sköttum sem settir verða á almenning, lægri persónuafslætti og veggjöldum. Það verður venjulegt fólk sem stritar myrkranna á milli, fólk á lágum launum og meðaltekjum, sem mun borga það sem upp á vantar frá fjármagnseigendum. Eða 5,2 milljarða.“

Mismunun

Katrín segir það ósanngjarnt að þeir efnameiri borgi minni skatt en þeir tekjuminni:

„Þetta er svo ofboðslega óréttlátt. Ekki síst í ljósi þess að fjármagnseigendur borga bara 22% skatt af fjármangstekjunum sínum en þeir sem ná vart endum saman, og alltof margir alls ekki, borga hátt í 40% af sínum tekjum í skatta. Og hafa enga möguleika á að leggja fyrir svo þeir geti átt fjármuni til að borga 22% skatta. Svona er Ísland í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Týndar blaðsíður ársreiknings Kaupþings komnar fram: Greiddu 17 starfsmönnum 3.5 milljarða í laun

Týndar blaðsíður ársreiknings Kaupþings komnar fram: Greiddu 17 starfsmönnum 3.5 milljarða í laun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Helgi Hrafn sparar ekki stóru orðin: „Ég held að maðurinn sé algjör fæðingarhálfviti“

Helgi Hrafn sparar ekki stóru orðin: „Ég held að maðurinn sé algjör fæðingarhálfviti“