fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Jakob Bjarnar segir Miðflokkinn hafa grætt á Klausturmálinu: „Æji, þegiðu“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 18. september 2019 12:30

Jakob Bjarnar Grétarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónas Sigurgeirsson, bókaútgefandi, spurði Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamann á Vísi, hvernig fylgi Miðflokksins væri ef Klausturmálið hefði aldrei komið upp.

Jónas spurði Jakob að þessu á Facebook-síðu þess síðarnefnda.

„Jakob segðu mér eitt þar sem einn helsti stjórnmálaskýrandi íslensku fjölmiðlastéttarinnar. Hvert væri fylgi Miðflokksins ef að Klausturmálið hefði ekki komið upp? Væru þeir þá nú í 20% eða kannski bara 10%? Samkvæmt skoðanakönnunum eru þeir nú með ca 12%. Getur verið að þeir hafi ekki misst neitt fylgi vegna þessa skandals – eða hafa þeir kannski aukið fylgið sitt? Nú er stórt spurt.“

Jakob svarar Jónasi og segir Miðflokkinn hafa grætt á Klausturmálinu. Hann kallar þetta Trumpeffect eða Trump-áhrifin í höfuðið á Bandaríkjaforsetanum Donald Trump.

„Ekki spurning. Þetta er svokallaður Trump-effect. Bjálfalegir taktar eru yfirkeyrðir með yfirgengilegri vandlætingu sem þá snýst upp í andhverfu sína. Almenningur hefur meiri skömm á viðbrögðunum sem eru ekki í takti við tilefnið. Ef þú átt of æsta vini á yfirsnúningi þá þarftu enga óvini.“

Jónas spyr þá hvort þessir yfirkeyrðu taktar ættu ekki að auka á fjölda óákveðinna en Jakob segir þetta þá vera eins og með listina.

„Það verður að vera túlkunarrými. Hávær hópur, miklu minni en öskrin og lætin gefa til kynna, linnir ekki látunum og vill troða sinni vandlætingu niður um kok almennings þá kemur að því að fólk hugsar: Æji, þegiðu. Framkoma þeirra var til skammar en hver og einn getur sett sig í þau spor að segja eitthvað sem betur hefði verið ósagt í glasi og hvað þá þegar um er að ræða leynilega upptöku. Og þegar fólki er sagt látlaust aftur og aftur hvað því á að finnast þá fer það að virka öfugt. Ég held að það hafi komið það móment í þetta mál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli