fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Tilboð Hugvits í nýtt kerfi Reykjavíkurborgar nam tæpum milljarði

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. september 2019 18:30

Ráðhús Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg hefur að loknu umfangsmiklu samkeppnisviðræðuferli gengið til samninga við hugbúnaðarfyrirtækið Hugvit hf. um kaup á nýju upplýsingastjórnunarkerfi líkt og Eyjan hefur áður greint frá.

Sjá nánar: Reykjavíkurborg innleiðir nýtt upplýsingastjórnunarkerfi

Útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem sex aðilar tóku þátt í forvali. Þrjú fyrirtæki stóðust forvalið, Advania, Hugvit og M-Files. Lausn Advania uppfyllti hinsvegar ekki kröfur Reykjavíkurborgar og M-Files sagði sig frá útboðsferlinu.

Nú liggur fyrir kostnaður við verkið, en tilboð Hugvits hljóðaði upp á tæpan einn milljarð króna, samkvæmt svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Eyjunnar:

„Heildartilboðsfjárhæð er 969.715.172 kr. án vsk. til tíu ára og er innleiðingarkostnaður hluti af þeirri fjárhæð. Tilboðið er 7,5% undir kostnaðaráætlun.“

Nýja kerfið mun hljóta nafnið Hlaðan og leysir af hólmi kerfi sem var innleitt skömmu fyrir aldamót:

„Helstu kerfi sem Hlaðan leysir af hólmi er annars vegar aðalskjalakerfi borgarinnar sem er GoPro er byggir á Lotus gagnagrunnum. Það leysir einnig af hólmi kerfi sem verið hefur í notkun hjá embættum skipulags- og byggingarfulltrúa og heitir Erindreki. GoPro var fyrst innleitt í Ráðhúsi Reykjavíkur og tekið formlega í notkun þar 1. janúar 1999. Kerfið var síðan tekið í notkun á nokkurra ára tímabili, þar á eftir, hjá miðlægum sviðsskrifstofum borgarinnar.  Nokkrar undirstofnanir hafa jafnframt nýtt kerfið. Hlöðunni er ætlað mun umfangsmeira hlutverk en eldri kerfin og mun eftir innleiðingu leysa af nokkur smærri kerfi. Hlöðunni er ætlað að halda utan um fleiri verkefni en fyrri kerfi og gert er ráð fyrir hún verði innleidd í stærstan hluta starfsemi borgarinnar, á fleiri starfsstöðum og með mun fleiri notendum en núverandi kerfi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“