fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Sveitastjórnarmaður kynnti sér kjötmálið og er ekki hrifinn: „Myndi ég aldrei styðja tillögu grænkera“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 29. ágúst 2019 10:51

Hermann Ingi - Mynd Facebook skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilur kjötæta og grænkera hafa ekki farið framhjá mörgum, eftir að borgarfulltrúar Reykjavíkur tókust á um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum í vikunni. Tilefnið var áskorun Samtaka grænkera til yfirvalda um að minnka framboð dýraafurða ámatardiskum, þar sem það væri skaðlegt fyrir umhverfið.

Hermann Ingi Gunnarsson, sveitastjórnarmaður úr Eyjafjarðarsveit, svarar Samtökum grænkera í opnu bréfi í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að með því að banna dýraafurðir sé sjálfkrafa verið að segja að landsmenn ætli að reiða sig á innflutt matvæli að langstærstum hluta fyrir börnin okkar:

„Kolefnislosun landbúnaðar á Íslandi er 12% af heildarlosun Íslands á ári og talið að 2/3 komi frá búfé og 1/3 frá nytjajarðvegi. Í því samhengi er ekkert tekið tillit til þess kolefnis sem binst við ræktun á fóðri fyrir þessar skepnur sem verið er að nytja. Langmest aukning í kolefnislosun er vegna samgangna á seinustu árum.“

Þröngsýni ekki neinum til góða

Hermann Ingi nefnir að útboðsgögn sveitastjórna varðandi mötuneyti, byggist á ráðleggingum landlæknis um mataræði barna, sem kveði á um fjölbreytileika. Því sé ekki fyrir að fara í tilfelli grænkera:

„Í bréfinu sem grænkerar sendu sveitarstjórnum kemur fram að skólar krefjist þess að foreldrar sem vilja að börnin sín lifi á grænkerafæði skili inn læknisvottorði. Það er ástæða fyrir því enda er fjölbreytt fæða forsenda heilbrigðs þroska,“

segir Hermann og telur grænkerasinnaða borgarfulltrúa óþarfalega þröngsýna, að því er virðist:

„Kjörnir fulltrúar þurfa að geta horft vítt á þær áskoranir sem liggja fyrir mismunandi samfélögum sem þeir vinna fyrir. Það að ætla horfa þröngt á viss mál og fórna öllu fyrir einn málstað mun ekki verða neinum til góða.“

Lausnin felst í landinu

Hermann Ingi tekur í svipaðan streng og Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, sem sagði núverandi kerfi koma í veg fyrir að ferskar afurðir rötuðu á diska barna sem fullorðinna:

„Það væri mun skynsamlegra fyrir sveitarfélög landsins að fara að fordæmi Eyjafjarðarsveitar við útboð á mötuneytum og gera kröfu um að allur fiskur, mjólkurvörur, kjöt og sem mest af grænmeti sé íslenskt og komi helst úr nærumhverfinu. Þannig ná sveitarfélögin að slá margar flugur í einu höggi, þau minnka sótspor vörunnar, þau bjóða upp á hreina og holla vöru fyrir börnin okkar og styðja um leið við samfélagið sem við búum í,“

segir Hermann og nefnir að í útboði Eyjafjarðasveitar hafi verið gerð rík krafa um upprunamerkingar á matvælum. Þá segir hann stundum gleymast í umræðunni um umhverfisvitund, að ræktun matvæla sé mismunandi eftir svæðum og löndum:

„Ræktun á baunum, korni og ávöxtum er erfið og nær ómöguleg hér á landi. Talið er að 70% af ræktarlandi heimsins sé grasland sem eingöngu nýtist sem slíkt. Dæmi eru um að á sumum svæðum þurfi 100x meira vatnsmagn til að rækta 1 fóðurgildi próteins í grænmeti/baunum en að rækta þar kjöt. Hlutirnir eru nefnilega ekki alltaf svarthvítir og þurfum við að horfa á málin vítt og meta stöðuna út frá því.“

Að lokum segist Hermann Ingi ekki geta stutt tillögu grænkera:

„Eftir að hafa kynnt mér málin nokkuð gaumgæfilega myndi ég aldrei styðja tillögu grænkera um að draga úr eða hætta að bjóða upp á dýraafurðir í skólamötuneytum og vona að aðrir kjörnir fulltrúar geri slíkt hið sama.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“