Þriðjudagur 21.janúar 2020
Eyjan

Kjöt, fiskur eða grænmeti – það þarf fyrst og fremst góðan og hollan mat

Egill Helgason
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 10:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er skrítin þessi umræða sem allt í einu gýs upp um mat í skólum borgarinnar vegna kjötneyslu og hugsanlegra takmarkana á henni. Reyndar mætti halda því fram að málið hafi ekki verið vel kynnt – þessu er varpað fram hálf kæruleysislega af einum borgarfulltrúa.  Þetta virðist vekja mikla reiði – eins og sé verið að taka eitthvað frá fólki. Samt er vitað að við þurfum að minnka kjötneyslu vegna loftslagsbreytinga.

Annar borgarfulltrúi mótmælir þessu og segir að íslenskt kjöt og íslenskur fiskur séu það besta í heimi.

En kannski er þarna slegin skjaldborg um eitthvað sem er ekki alveg þess virði.

Kjöt er ekki bara kjöt og fiskur er ekki bara fiskur. Kona mín og vinkonur hennar gerðu mikið átak fyrir nokkrum árum í að kynna sér hvaða matur væri á boðstólum í skólum. Þær sökktu sér ofan í verkefnið, um þetta var meðal annars tekið stórt viðtal við þær í Morgunblaðinu sem vakti mikla athygli. Ég hvet ykkur til að skoða það. Þær voru á sinn hátt að fara í kjlöfar kokka eins og Jamies Oliver í Bretlandi og Melkers Andersson í Svíþjóð sem báðir stóðu fyrir átaki varðandi skólamat.

Þær komust að því að kjötið sem var á boðstólum var einatt unnar kjötvörur með miklu saltinnihaldi, aukaefnum og óhollustu. Þetta var ekki einhver „beint frá býli“-varningur. Fiskur var ekki ferskur – það voru meira að segja dæmi um innfluttan fisk í skólamötuneytum. Það er langt í frá að þarna hafi verið gott hráefni úr nærumhverfinu, eins og mætti skilja á umræðunni síðustu daga.

Allt snerist um að halda kostnaðinum sem lægstum. Áherslan á gæði og hollustu var afar lítil. Skólaeldhúsunum var miðstýrt, matreiðslufólkið þar sá ekki um innkaupin – heldur miðlæg stofnun hjá borginni sem gerði stóra samninga við innflytjendur og framleiðendur. Þó voru til dæmi um matreiðslumenn sem voru að reyna að fara sínar eigin leiðir – og náðu nokkuð góðum árangri. En aðstaðan reyndist oftast vera léleg og við ramman reip að draga.

Ástandið sést berlega á viðtali við matreiðslumann í grunnskóla sem birtist í gær, hann  sem segir að börn hendi soðna grænmetinu. Þarna er viðhaldið þeirri þjóðsögu að börn vilji ekki borða grænmeti – eða hverjum þykir frosið grænmeti úr pökkum sem síðan er gufusoðið lystugt?

Það þarf einfaldlega meiri fjölbreytni í skólamatinn. Frumkvæði og sköpun. Fullorðið fólk á ekki að bjóða börnum upp á mat sem það vildi helst ekki borða sjálft. Hlutur grænmetis þarf að aukast, það eru engin geimvísindi að elda það á meira spennandi hátt en að gufusjóða, en auðvitað á líka að bjóða upp á góðan fisk og gott kjöt. Að hver skóli geti ákveðið fyrir sig að einhverju leyti, geti farið sínar leiðir. Frumkvæði og sköpun. Jafnvel einhverja þátttöku nemenda.

Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, skrifaði í gær á Facebook:

„Hvernig væri að sjá til þess að skólar geti boðið upp á almennilega heimilisfræði sem samþættuð er t.d. íþróttum, náttúrufræði og samfélagsfræði? Það er hinn rökrétti vettvangur nauðsynlegra breytinga. Það er engin skylda að vera í mat í skólanum og sjálfum finnst mér líklegt að skinkusamlokum, kjúklinganúðlum og Billy-pítsum að heiman myndi stórfjölga í skólum ef málin eru ekki hugsuð til enda.“

Reyndar á þetta við víðar. Eftir að Sigurveig, Sigurrós og Margrét fóru á stúfana hér um árið byrjaði gamalt fólk að hafa samband við þær og biðja um aðstoð við að breyta matnum á dvalarheimilum og í þjónustuíbúðum. Sumt hljómaði jafnvel eins og neyðarkall. Maður fékk að heyra sögur af gömlu fólki sem var boðið upp á vondan og óhollan mat.

Eitt vakti svo athygli: Konan mín og vinkonur hennar rákust á stæka hagsmunagæslu hvert sem þær sneru sér. Það voru aðilar sem voru búnir að koma sér vel fyrir, sátu á fleti fyrir í þessu býsna stóra kerfi og voru tilbúnir að verja stöðu sína með kjafti og klóm.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Prófessor í þroskasálfræði barna: „Nei, mér finnst ekki komið nóg af umræðu um leikskólamál!“

Prófessor í þroskasálfræði barna: „Nei, mér finnst ekki komið nóg af umræðu um leikskólamál!“
Eyjan
Í gær

Ritstjóri Fréttablaðsins: „Það teljast svik við alla landsmenn“

Ritstjóri Fréttablaðsins: „Það teljast svik við alla landsmenn“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Skilnaðarhlutfallið á Íslandi um 40% – Barnamálaráðherra leitar hjálpar hjá Dönum

Skilnaðarhlutfallið á Íslandi um 40% – Barnamálaráðherra leitar hjálpar hjá Dönum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Samherji lærir af reynslunni og þróar nýtt kerfi til varnar spillingu og peningaþvætti – Hættir starfsemi í Namibíu

Samherji lærir af reynslunni og þróar nýtt kerfi til varnar spillingu og peningaþvætti – Hættir starfsemi í Namibíu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hverjir eru sníkjudýr? – Kannski besta mynd ársins

Hverjir eru sníkjudýr? – Kannski besta mynd ársins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann segir Guðrúnu vera ósammála sjálfri sér – „Sendi þessa hugmynd til Samherja og Namibíu“

Jóhann segir Guðrúnu vera ósammála sjálfri sér – „Sendi þessa hugmynd til Samherja og Namibíu“