fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Ísland kaus gegn verndun dýra í útrýmingarhættu – Skipar sér í flokk með Kína, Japan og Malasíu

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 09:01

Þessi hákarlategund heitir Hámeri. Tegundin er á válista og er afar sjaldgæf hér við land.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þingi CITES í Genf á sunnudag var kosið um hvort vernda ætti 18 hákarlategundir í útrýmingarhættu. Ísland kaus gegn tillögunni og skipaði sér í flokk með þjóðum á borð við Kína, Japan, Malasíu og Nýja-Sjáland, sem allar kusu gegn verndun einnig. Fréttablaðið greinir frá.

Washington sáttmálinn (CITES) er alþjóðlegur samningur er varðar verslun með dýr í útrýmingarhættu, en nokkur ofveiði hefur verið á hákarlategundum og því þótti nauðsynlegt að kjósa um málið. Kosið var um þrjár tillögur og allar voru samþykktar, en 2/3 atkvæða þarf til að tillaga sé samþykkt. Engin af hákarlategundunum 18 sem kosið var um býr við Íslandsstrendur.

Íslendingar tregir til

Samkvæmt Jóni Má Halldórssyni kemur kosningin ekki á óvart, en hákarlaveiði sé lítil við Ísland og ekki stórar upphæðir um að ræða. Mikið af aflanum sé meðalafli. Fimm tegundir eru veiddar hér við land, þeirra þekktastur er líklega Grænlandshákarlinn, sem Íslendingar borða á þorrablótum og mana útlendinga til að borða :

„Íslendingar hafa verið mjög tregir að samþykkja vernd á fiskum. Við erum fiskveiðiþjóð og það eru stærri hagsmunir sem liggja í öðrum tegundum. Erlendis hafa samtök barist fyrir því að takmarka veiðar á þorski svo dæmi sé tekið. Ofveiði á hákörlum hefur verið gríðarleg, sérstaklega í Indlandshafi og Kyrrahafi. Því er full ástæða til þess að fara í alvarlegar verndaraðgerðir fyrir þessi dýr,“

sagði Jón við Fréttablaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki