fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Þórir er reiður út í Reykjavíkurborg: „Veitingastaðirnir eru að flýja miðbæinn og af góðri ástæðu“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 09:15

Þórir Gunnarsson - Mynd- Skjáskot af Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Borgaryfirvöld hafa verið að hamast við það að brjóta niður aðgengi að miðbænum. Borgarlínan er góð og gild í mínum huga en það er ekki hægt að byrja fyrst á því að fjarlægja bílastæði og ætla að bæta aðgengið síðar meir. Veitingastaðirnir eru að flýja miðbæinn og af góðri ástæðu,“

segir Þórir Gunnarsson, margreyndur matreiðslu- og veitingamaður og eigandi atvinnuhúsnæðis í miðbænum í Fréttablaðinu í dag.

Ekki rétt gefið hjá Reykjavíkurborg

Þórir hefur starfað í bransanum í hálfa öld og er ósáttur við að Reykjavíkurborg hafi skert aðgengi að miðbænum með fækkun bílastæða, sem hafi þyngt róðurinn í rekstri veitingastaða. Hann segir stefnu Reykjavíkurborgar grafa undan veitingarekstri og nefnir að veitingastaðir og matarvagnar búi við ólík og ójöfn skilyrði þegar kemur að innheimtu gjalda en samt sé verðlagið svipað á matnum, þó svo mun meiri fjárfesting liggi að baki veitingastöðunum. Hann segir að ekki sé rétt gefið hjá Reykjavíkurborg:

„Ef þú ert með stöðuleyfi við Arnarhól þá borgarðu 208 þúsund fyrir árið á meðan fasteignagjöld af þessum tveimur litlu plássum hérna niðri í okkar byggingu eru 5 milljónir á ári. Þessi gjöld greiðir leigjandinn gegnum hærra leiguverð. Auk þess getur kostað tugi milljóna að opna nýjan veitingastað en matarvagnarnir kosta á bilinu 1-2 milljónir króna. Kofarnir bera enga skyldu gagnvart neinum og geta farið þegar þeim hentar en þeir eru í beinni samkeppni við veitingastaðina sem eru að þjónusta fólk allt árið. Til dæmis, þegar matarmarkaður stóð yfir á Geirsgötunni fyrir um 3-4 vikum þá hlupu gestirnir yfir götuna til að nota klósettaðstöðu veitingastaðanna sem eru í byggingunni okkar og fleiri nærliggjandi staða. Síðan er verðlagið hjá þeim ekkert lægra en hjá veitingastöðum þrátt fyrir að það sé reginmunur á undirbúningnum, fjárfestingunni og leyfisveitingarferlinu. Það er ekki rétt gefið.“

Ólíkt því sem var

Þórir minnist þess þegar launatengd gjöld voru undir 50 prósentum:

„Þegar ég byrjaði fyrst að starfa á veitingahúsi árið 1962 var þumalputtareglan þessi: 25-30 prósent af tekjum fara í laun, 30 prósent í hráefni, síðan er annar kostnaður eins og leiga en þú áttir alltaf 10-12 prósent eftir. Eins og staðan er í dag eru laun og launatengd gjöld komin upp úr öllu valdi. Þegar launahlutfallið er farið yfir 50 prósent þá gengur dæmið ekki upp og staðirnir fara á hausinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi