fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Eyjan

Horfin og endurvakin faðmlög

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég sat á bekk fyrir utan einn af menntaskólum borgarinnar áðan og virti fyrir mér mannlífið. Var að bíða eftir syni mínum sem var í tíma – þetta er fyrsti kennsludagurinn.

Tók eftir nokkrum hlutum.

Ótrúlega margir koma á bíl. Þegar ég var í þessum skóla í kringum 1980, staldraði þar frekar stutt við, var enginn á bíl. Ég man ekki eftir því að hafa nokkurn tíma ekið þangað eða sest upp í bíl hjá öðrum nemanda

Þá reyktu hérumbil allir. Sígarettur eða pípu. Ég er reyndar búinn að gleyma því hvort fólk var að reykja inni í skólanum, það var allavega eitthvert horn þar sem mátti reykja.

Nú má ekki reykja á skólalóðinni. Fyrir utan hana sá ég þrjár stelpur að veipa.

Unglingarnir voru að koma í skólann fyrsta dag eftir frí. Margir fögnuðu skólafélögunum með faðmlögum. Ruku í faðminn hvort á öðru.

Ég man ekki eftir því að neinn hafi faðmast þegar ég var á þessum aldri. Faðmlög voru að minnsta kosti afar sjaldgæf. Ég reyni að rifja upp hversu oft ég faðmaði vini mína frá þessum árum – ég held að hafi bara ekki gerst. Ég er búinn að þekkja Illuga síðan við vorum 12 ára, ég held við höfum aldrei faðmast!

Nú faðmast fólk í tíma og ótíma, ég geri það líka. Faðma líka fólk sem ég þekki ekki mikið. Í gamla íslenska sveitasamfélaginu held ég að hafi verið meira um faðmlög, altént heilsaðist fólk með kossi. Karlmenn kysstust meira að segja á munninn eins og má lesa í þessari ritgerð Helga Hrafns Guðmundssonar.

Þetta var algjörlega liðið undir lok í mínu ungdæmi. Svo fóru einhverjir til náms í Frakklandi og kysstust tilgerðarlega á báðar kinnar eins og þeir höfðu lært þar. En hin miklu faðmlög eru síðar tilkomin, á þessari öld myndi ég halda. Ég velti fyrir mér hver er skýringin á öllum faðmlögunum í nútímanum – er þetta eitthvað sem er komið úr sjónvarpinu?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Steingrímur J. um þingslitin, Covid-19 og framhald sitt í pólitík

Steingrímur J. um þingslitin, Covid-19 og framhald sitt í pólitík
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur sagður haldinn andúð og hatri á þörfustu þjónustufyrirtækjunum

Dagur sagður haldinn andúð og hatri á þörfustu þjónustufyrirtækjunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“