Miðvikudagur 26.febrúar 2020
Eyjan

Prýðilegu sambýli lýkur óvænt

Egill Helgason
Laugardaginn 10. ágúst 2019 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókabúðir hafa lengi átt undir högg að sækja. Það er til dæmis óvíða núorðið að maður finnur bókabúðir sem eru með framboð af titlum sem ná langt aftur í tímann. Víða hafa bókabúðir í aðra röndina orðið að minjagripaverslunum og líka farið að stunda sölu á alls kyns smávarningi.

Þetta er þróun sem verður vart stöðvuð. Það er svosem ekki furða að miðbæjum hnigni eða að þeir breytist á hátt sem margir eiga erfitt með að sætta sig við. Bóksalan fer, það er að miklu leyti hætt að selja blöð, bankaútibúin hverfa, pósthúsin, leikfangabúðir – á móti fjölgar veitingahúsum og fatabúðir halda velli að einhverju leyti en eru samt í ströggli.

Ein leið til þess að forða algjörum dauða bókabúðanna er að samnýta þær með kaffihúsum. Þetta viðskiptamódel er vel þekkt erlendis en hefur orðið nánast algilt hér á Íslandi. Inni í bókabúðum eru kaffihús. Þetta byrjaði með Súfistanum sem var á efstu hæðinni í bókabúð Máls & menningar.

Síðan kom Te & kaffi til skjalanna, útibú frá Te & kaffi hafa verið í bókabúðum Eymundsson, í Austurstræti, á Skólavörðustíg, á Laugavegi og á Akureyri. Manni hefur sýnst þetta vera mjög farsælt sambýli. Fólk fer inn í búðirnar til að drekka kaffi, skoða bækur eða tímarit – þetta fer svona prýðilega saman.

Nú er tilkynnt að þessu sé að ljúka, að Te & kaffi ætli að loka starfstöðvum sínum í bókabúðunum. Maður skilur eiginlega ekki af hverju. Sjaldnast sýnist manni að sé skortur á gestum inni á þessum kaffihúsum – þau eru mjög vinsæl. Varla ætlar Eymundsson að fara að reka sín eigin kaffihús þarna – það er meira en að segja það að byggja upp keðju kaffihúsa sem kemur í staðinn fyrir jafn vinsælt og þekkt merki eins og Te & kaffi.

Fyrir bóksölu eru þetta varla góðar fréttir – og ekki heldur fyrir Miðbæinn. Nema Kaffitár sem hefur farið heldur halloka í samkeppninni við Te & kaffi sjái sér leik á borði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Nafnagjöf í beinni
Eyjan
Í gær

Tímamót hjá VG á Austurlandi

Tímamót hjá VG á Austurlandi
Eyjan
Í gær

Umboðsmaður barna flytur skrifstofuna til Egilsstaða í eina viku

Umboðsmaður barna flytur skrifstofuna til Egilsstaða í eina viku
Eyjan
Í gær

Stefán ekki byrjaður í starfi en skorar á stjórnmálamenn – „Það hlýtur þá að kalla á breytingar á lögunum“

Stefán ekki byrjaður í starfi en skorar á stjórnmálamenn – „Það hlýtur þá að kalla á breytingar á lögunum“
Eyjan
Í gær

Vigdís Hauksdóttir um pólitíska framtíð sína – „Maður veit aldrei“

Vigdís Hauksdóttir um pólitíska framtíð sína – „Maður veit aldrei“
Fyrir 4 dögum

Hinn óþægilegi sannleikur

Hinn óþægilegi sannleikur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hörður -„Verði það tækifæri ekki nýtt þá geta menn bara slökkt ljósin“ – Segir Sólveigu gengna af göflunum

Hörður -„Verði það tækifæri ekki nýtt þá geta menn bara slökkt ljósin“ – Segir Sólveigu gengna af göflunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann er allt annað en sáttur með „einkaeign“ Sjálfstæðisflokksins – „Hvað er eiginlega í gangi í landinu?“

Jóhann er allt annað en sáttur með „einkaeign“ Sjálfstæðisflokksins – „Hvað er eiginlega í gangi í landinu?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vill bjóða erlend lán í íslenskum krónum

Vill bjóða erlend lán í íslenskum krónum