Fimmtudagur 23.janúar 2020
Eyjan

Boris er ekki Trump en hann gæti endað í fanginu á honum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 19:31

Boris Johnson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég tók fyrst eftir Boris Johnson þegar hann var ritstjóri íhaldstímaritsins The Spectator. Það vantaði ekki að hann skrifaði skemmtilegar greinar. Blaðið var miklu skemmtilegra í þá tíð en það er núna – ofstækið í því hefur farið vaxandi eins og víðast í pólitíkinni. Boris sló meira og minna öllu upp í grín – en stundum fór hann alveg út af strikinu eins og þegar hann hæddi íbúa Liverpool vegna Hillsborough-slyssins.

Boris Johnson er dæmi um mann sem hefur ekkert sérlega sterkar skoðanir, varla neina sannfæringu, hann er yfirstéttardrengur sem rann áreynslulaust í gegnum Eton og Oxford – í rauninni er furðulegt að Bretar skuli enn vera að fá slíka silfurskeiðarmenn yfir sig. David Cameron var annar slíkur, hann virkaði meiri alvörumaður en Boris Johnson – en reyndist í rauninni vera algjör léttavigt.

Enskan hefur mörg slanguryrði yfir svona menn, en þeir eru meðal annars kallaðir toffs.

Sumpart virkar Boris Johnson eins og eitthvað út úr sögu eftir grínrithöfundinn P.G. Wodehouse. Hnyttinn, getur í rauninni ekki tekið neitt alvarlega – gengst upp í því að vera sérkennilegur, sérvitur og utan við sig. Hafandi lesið ókjör af bókum Wodehouse hef ég ákveðna samúð með þessari manngerð – en hún er varla hönnuð til að ná til æðstu metorða. En bak við þessa framhlið er Johnson býsna kaldrifjaður – hann virðist eiga auðvelt með að svíkja félaga sína ef þannig ber undir.

Boris Johnson hefur reynt fyrir sér við bókarskrif. Hann skrifaði skáldsögu sem nefnist Seventy Two Virgins. Hún þótti ekki góð. Bókin fjallar um hóp íslamista sem ætlar að sprengja upp forseta Bandaríkjanna og úfinn þingmann á reiðhjóli sem kemur í veg fyrir það. Hann ritaði ævisögu Churchills – slíkt þykir gott afspurnar í Íhaldsflokknum – og sagt er að undanfarið hafi hann unnið að ritun bókar um Shakespeare. Kannski er hann ekki alveg jafn latur og hermt er – ritstörfin þykja samt ekki benda til sérstakrar vandvirkni.

Í Eaton og Oxford lærði hann forn-grísku og latínu. Hann þykir mjög sleipur í fornmálunum. Það er sagt að hann geti farið utanbókar með langa kafla úr Ilionskviðu á grísku. Hins vegar bendir fátt til þess að hann hafi verið duglegur að tileinka sér heimspeki forn-Grikkja. Það er líklegra að launráðin og samsærin og svikin í sögu Rómverja hafi höfðað meira til hans.

Hann á ekki marga alvöru vini í pólitíkinni, þótt hann sé vinsæll meðal flokksmanna í Íhaldsflokknum. Meira að segja bróðir hans, Jo Johnson, sem er líka þingmaður Íhaldsflokksins fylgir honum ekki að málum.

Johnson tekur nú við sem forsætisráðherra Bretlands. Það verður forvitnilegt að sjá hvað hann gerir. Hann er enginn Trump. Þegar hann var borgarstjóri í London setti hann sig á engan hátt upp á móti fjölmenningu – London er ein fjölmenningarlegasta borg heims. Hann lét leggja reiðhjólastíga út um alla borg og setti gjöld á bifreiðar sem aka inn í borgina.

Hins vegar er hann nú fangi stórra yfirlýsinga um Brexit. Hann hefur afar nauman meirihluta á þingi, reynir máski að leita leiða til að sniðganga þingið sem getur leitt til stjórnskipunarkreppu. Sjálfstæðisbarátta Skotlands gæti gosið upp á nýjan leik. Og svo er farið að jafna honum við Trump, eins og áður segir er það ekki að öllu leyti sanngjarnt – en hann gæti hins vegar endað í fanginu á Bandaríkjaforsetanum sem eys hann lofi við hvert tækifæri. Það er auðvelt að fyllast glýju andspænis valdinu í Washington – en ólíklegt er að það mælist vel fyrir heima í Bretlandi. Altént er varla þægilegt fyrir Johnson þegar Bandaríkjaforsetinn sjálfur segir að þeir kalli hann „hinn breska Trump“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar svarar: „Felst sköpunarkrafturinn, framsýnin og hugrekkið í því að hækka skatta“

Brynjar svarar: „Felst sköpunarkrafturinn, framsýnin og hugrekkið í því að hækka skatta“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna heimtar 400 þúsund króna desemberuppbót – „Er stelpan kolrugluð?“

Sólveig Anna heimtar 400 þúsund króna desemberuppbót – „Er stelpan kolrugluð?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Stefnir í átök Ragnars Þórs og Gunnars Smára“

„Stefnir í átök Ragnars Þórs og Gunnars Smára“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þegar stóð til að rífa stóran hluta af gömlum húsum á Laugavegi – stuttu fyrir hrun

Þegar stóð til að rífa stóran hluta af gömlum húsum á Laugavegi – stuttu fyrir hrun
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samherji sakaður um vafasöm viðskipti – Sagður græða milljarða á siðlausri viðskiptafléttu

Samherji sakaður um vafasöm viðskipti – Sagður græða milljarða á siðlausri viðskiptafléttu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Prófessor í þroskasálfræði barna: „Nei, mér finnst ekki komið nóg af umræðu um leikskólamál!“

Prófessor í þroskasálfræði barna: „Nei, mér finnst ekki komið nóg af umræðu um leikskólamál!“