Sunnudagur 19.janúar 2020
Eyjan

Guðni er foj út í ferðaþjónustuna: „Ferðamenn verða átta­villt­ir á þessu rugli“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 22. júlí 2019 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, elskar allt sem íslenskt er og ekki síst tungumálið. Hann býsnast yfir því í Morgunblaðinu í dag hvernig ferðaþjónustan hér á landi hefur tekið upp enska tungu í auknum mæli í nafngiftum:

„Það er eins og ferðaþjón­ust­an telji sig þurfa að ensku­gera nöfn á lands­lagi og hót­el­um. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra hvað ís­lensk­una varðar. Og spurt er, til að þjóna hverj­um? Ekki er­lend­um ferðamönn­um full­yrði ég, þeir eru hingað komn­ir til að kynn­ast menn­ingu lands og þjóðar og telja ör­ugg­lega þenn­an nýja sið til skaða fyr­ir alla, horft til framtíðar, sög­una, menn­ing­una og magnaða nafn­gifta­gjöf í nátt­úr­unni við upp­haf Íslands­byggðar.“

Guðni nefnir að örnefnanefnd hafi nýverið beint tilmælum símum til sveitarfélaganna um hvað þurfi að hafa í huga til þess að ný örnefni samræmist markmiðum um viðhald og varðveislu, en þar er lagt til að sveitarfélögin taki sjálf frumkvæði í nafngiftum. Einnig er varað við því að enskar nafngiftir skjóti rótum sínum hér og forritið Google maps nefnt þar sérstaklega.

Sjá nánar: Örnefnanefnd glímir við Google maps – Enskar þýðingar eins og „Diamond beach“ geti stefnt lífi fólks í hættu

Ill nauðsyn eða gáleysi ?

Guðni segir ferðamenn verða áttavillta og Íslendinga undrandi yfir enskum nafngiftum og þylur upp nokkra staði sem allt eins gætu haft íslensk nöfn að hans mati:

„Af handa­hófi tek ég hér nokk­ur ný nöfn á hót­el­um og þjón­ustu­stöðum í ferðaþjón­ustu: ION Advent­ure Hotel við Þing­valla­vatn; Hotel Bor­eal­is, hót­el og veit­ingastaður í Gríms­nesi; Cotta­ges Laket­ing­vell­ir, Þing­völl­um; Hotel South Co­ast ehf., Sel­fossi; Arctic Nature Hotel, Sel­fossi; LAVA Centre, eld­fjalla- og jarðskjálftamiðstöð, Hvols­velli. Þessi síðasta nafn­gift er í sýslu Heklu gömlu sem er eitt fræg­asta eld­fjall heims­ins. Og í sýslu Eyja­fjalla­jök­uls, en þessi nöfn eru heims­fræg. Eru þess­ar nafn­gift­ir gefn­ar til ár­ang­urs og af illri nauðsyn eða af gá­leysi ís­lenskri tungu til háðung­ar og hnign­un­ar?“

spyr Guðni og skorar á ráðmenn að taka á málinu:

„Ég bið mennta­málaráðherra, Lilju Dögg Al­freðsdótt­ur, og ferðamálaráðherra, Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, að fara yfir þessa þróun með ferðaþjón­ust­unni og at­vinnu­líf­inu. Staðan er sú að er­lend­ir ferðamenn verða átta­villt­ir á þessu rugli og Íslend­ing­ar og all­ir vin­ir ís­lensk­unn­ar um heim all­an reiðir og undr­andi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Landvernd styður hugmyndir umhverfisráðherra með „veigamiklum“ fyrirvörum

Landvernd styður hugmyndir umhverfisráðherra með „veigamiklum“ fyrirvörum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Atvinnuleysi á Íslandi tvöfaldast síðan 2017 – 40% atvinnulausra eru erlendir ríkisborgarar

Atvinnuleysi á Íslandi tvöfaldast síðan 2017 – 40% atvinnulausra eru erlendir ríkisborgarar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Elliði skýtur á Gísla Martein – Gísli hafði snjóflóðavarnir að háði

Elliði skýtur á Gísla Martein – Gísli hafði snjóflóðavarnir að háði
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Seðlabankinn segir Má bera ábyrgð – Útilokar ekki bætur

Seðlabankinn segir Má bera ábyrgð – Útilokar ekki bætur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Morgunblaðið skýtur fast á umboðsmann skuldara

Morgunblaðið skýtur fast á umboðsmann skuldara
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Átta bæir enn á snjóflóðahættusvæði – 60 árum á eftir áætlun

Átta bæir enn á snjóflóðahættusvæði – 60 árum á eftir áætlun