fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

HR hlýtur jafnlaunavottun fyrstur íslenskra háskóla

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 7. maí 2019 18:00

Hópurinn sem vann að vottuninni: Gyða Gunnarsdóttir, launa- og mannauðssérfræðingur, Ari Kristinn Jónsson, rektor, Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða, Guðrún Ragna Hreinsdóttir, gæðastjóri á kennslusviði og Ester Gústavsdóttir, mannauðssérfræðingur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háskólinn í Reykjavík varð í gær fyrsti háskóli landsins til að hljóta jafnlaunavottun. Jafnlaunavottunin er staðfesting á því að unnið sé markvisst gegn kynbundnum launamun innan háskólans, að ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun og að jafnlaunakerfi háskólans standist kröfur jafnlaunastaðals.

Ari Kristinn Jónsson, rektor HR og Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða í HR tóku í dag við staðfestingu um vottunina frá BSI á Íslandi sem er umboðsaðili BSI-group í Bretlandi (British Standards Institution) og faggild skoðunarstofa á Íslandi.

Jafnlaunavottunin er afrakstur viðamikillar úttektar á jafnlaunakerfi háskólans. Liður í ferlinu voru meðal annars tvær úttektir sem gerðar voru í janúar og febrúar af fulltrúum BSI á Íslandi. Jafnlaunaúttektir hafa verið gerðar árlega við háskólann frá árinu 2016.

„Við erum afar stolt stolt af því að vera fyrsti háskóli landsins til að hljóta jafnlaunavottun. Hún er mjög mikilvægur liður í vinnu okkar við að tryggja jafnrétti kynjanna samkvæmt metnaðarfullri jafnréttisáætlun háskólans,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík.

„Við berum stolt  jafnlaunamerki velferðaráðuneytisins og munum enn sem fyrr vinna að stöðugum umbótum í átt til aukins jafnréttis. Fyrir utan hið augljósa, að vottunin tryggir jöfn laun óháð kyni, þá er hún um leið verkfæri til að viðhalda góðum aga við launaákvarðanir,“ segir Sigríður Elín Guðlaugsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs og gæða í HR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar