fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Áslaug skólar Davíð til um stefnu Sjálfstæðisflokksins – „Mikilvægt að festast ekki í fortíðinni“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 28. maí 2019 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein í Morgunblaðið í dag af tilefni 90 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins hvar hún svarar leiðara Davíðs Oddssonar á dögunum.

Davíð, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og nú ritstjóri Morgunblaðsins, hneykslaðist á því að frumvarpsdrögin að nýja þungunarrofsfrumvarpinu, sem heimilar þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu, hefði komið úr ranni Sjálfstæðisflokksins, en sagði þó fátt koma sér á óvart núorðið.

Sagði hann uppfinningamenn ekki hafa tekist að finna upp eilífðarvélina og stjórnmálaflokkar væru ekki eilífir, en í tilfelli Sjálfstæðisflokksins þyrfti það ekki að vera „harmsefni.“

Sjá nánar: Davíð Oddsson segir endalok Sjálfstæðisflokksins ekki endilega vera „harms­efni“

Ekki festast í fortíðinni

Áslaug Arna svarar Davíð í grein sinni og telur mikilvægt að festast ekki í fortíðinni:

„Rétt er það sem áður hefur verið haldið fram í þessu blaði að uppfinningamenn hafa lengi reynt að finna upp eilífðarvélina og ekki tekist. Því er mikilvægt að festast ekki í fortíðinni, heldur þróast í takt við nýja tíma og leiða þær óumflýjanlegu breytingar sem framtíðin mun hafa með sér fremur en að óttast þær. Við tökumst á við framtíðina með opnum hug en stöndum vörð um grunngildin sem eiga jafn mikið upp á pallborðið árið 2019 og árið 1929.“

Úreltar hugmyndir

Þá skólar Áslaug Davíð til í því hvert hlutverk Sjálfstæðisflokksins sé:

„Það er ekki hlutverk Sjálfstæðisflokksins að standa vörð um úreltar hugmyndir sem þóttu einu sinni góðar. Við gerum greinarmun á grunngildum og einstaka stefnumálum eða úrræðum sem einu sinni virkuðu. Um leið og við berum virðingu fyrir sögunni er mikilvægt að við mótum framtíðina. Styrkleiki Sjálfstæðisflokksins hefur í gegnum tíðina verið sú mikla breidd af fólki sem bæði styður og starfar í flokknum, fólk á öllum aldri og úti um allt land. Innan flokksins ríkja ólík sjónarmið um ýmis mál en stefnan stendur á traustum grunni. Í krafti fjöldans býr flokkurinn að mikilvægri reynslu þeirra sem hafa verið lengi í stjórnmálum um leið og ungt og hæfileikaríkt fólk haslar sér völl. Hvort tveggja er forsenda þess að flokkurinn vaxi og dafni.“

Sem kunnugt er þá birti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, grein sína um 90 afmæli Sjálfstæðisflokksins í Fréttablaðinu, en ekki í Morgunblaðinu og ljóst að það andi köldu milli Hádegismóa og Valhallar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn