fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Krafinn afsökunarbeiðni og einnar milljónar í skaðabætur: Ætlar ekki að verða við hótuninni

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 09:08

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, greindi frá því á Facebook í gærkvöldi, að honum hafi verið hótað lögsókn vegna ummæla sem hann hefur látið falla um starfsmannaleiguna Menn í vinnu í fjölmiðlum. Krefst starfsmannaleigan afsökunarbeiðni og greiðslu einnar milljónar í skaðabætur vilji Viðar komast hjá lögsókn. Þarf afsökunarbeiðnin að birtast á heimasíðu Eflingar, og þá þurfi hann að birta grein á Vísi og Stöð 2 og til vara annarsstaðar.

Samkvæmt heimildum Eyjunnar sendi starfsmannaleigan frá sér sex hótunarbréf í gær og mun senda frá sér þrjú slík bréf í dag að auki, á aðila sem hafa fjallað um málið í fjölmiðlum.

Viðar segir í samtali við Fréttablaðið að hann hyggist ekki ætla að verða við beiðninni:

„Ég hef nú ekki í hyggju að bregðast við þessu.“

Bágar aðstæður verkafólks gagnrýndar

Efling hefur fordæmt vinnubrögð starfsmannaleigunnar mikið og segjast hafa gögn sem sýni að brotið sé á rétti starfsfólks, sem séu erlendir verkamenn:

„Tugir starfs­manna frá Rúmeníu hírast í her­bergjum, allt að tíu saman, en borga þó fimm­tíu þúsund krónur á mánuði fyrir. Í ráðningar­samningi frá fyrir­tækinu sem Efling-stéttar­fé­lag hefur undir höndum er klausa sem segir að undir­ritaður skuldi leigu sem Menn í vinnu megi draga frá launum, án þess að upp­hæð eða nokkurs konar leigu­vernd sé til­tekin.“

Færsla Viðars ásamt mynd af bréfinu:

„Í kvöld var dyrabjöllunni hringt heima hjá mér og mér fært stórt pappírsumslag með nafninu mínu handskrifuðu á. Glaðningurinn reyndist svo vera hótun um lögsókn frá starfsmannaleigunni Mönnum í vinnu. Þar eru talin upp ýmis ummæli sem ég hef látið falla í fjölmiðlum um starfsemi fyrirtækisins. Ég er krafinn um afsökunarbeiðni og 1.000.000 í skaðabætur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum