Laugardagur 18.janúar 2020
Eyjan

Hafa brotið lög árum saman með orkukaupum sínum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. desember 2019 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dreifiveitum er skylt að bjóða kaup á raforku, vegna orkutaps í dreifikerfi sínu, út og mega ekki einskorða kaupin við tengd félög. Þetta er niðurstaða kærunefndar útboðsmála í máli sem Íslensk orkumiðlun höfðaði gegn RARIK. Viðskipti af þessu tagi nema hundruðum milljóna á ári.

Fréttablaðið skýrir frá þessu.

„Það hafa miklir fjármunir verið að flæða á milli þessara tengdu fyrirtækja sem áður voru eitt og sama fyrirtækið og við höfum ekki fundið dæmi um jafn umfangsmikil og vísvitandi brot á lögum um opinber innkaup. Þarna er verið að losa um mjög umfangsmikil viðskipti sem mikil leynd hefur hvílt yfir.“

Hefur blaðið eftir Magnúsi Júlíussyni framkvæmdastjóra Íslenskrar orkumiðlunar.

Dreifiveitur kaupa reglulega rafmagn á raforkumarkaði til að vega upp á móti orkutapi í dreifikerfinu. RARIK hefur aðeins keypt rafmagn af dótturfélagi sínu, Orkusölunni, sem starfar á sama markaði og Íslensk orkumiðlun. Samkvæmt niðurstöðu kærunefndar þarf RARIK að bjóða raforkukaupin út.

„Þessi úrskurður hefur þá þýðingu að á dreifiveitum hvílir ótvíræð skylda til að fara í útboð en það hefur allt verið reynt til þess að halda þessum viðskiptum innandyra. Með því að fara ekki í útboð eru dreifiveiturnar ekki að tryggja hagkvæmustu verð á hverjum tíma en kaupa þess í stað raforku af tengdum aðilum á uppsettum verðum. Það verð fer beint inn í gjaldskrá dreifiveitnanna sem gerir dreifikostnaðinn hærri en hann hefði þurft að vera. Á endanum eru það einstaklingar og fyrirtæki í landinu sem borga brúsann fyrir þessa ólögmætu háttsemi.“

Er haft eftir Magnúsi.

Í niðurlagi umfjöllunar Fréttablaðsins segir að viðskipti RARIK og Orkusölunnar séu ekki einsdæmi.

Allar dreifiveitur, að Veitum undanskildum, hafa keypt rafmagn af tengdu félagi til að mæta dreifitapi án útboðs. Þá hefur Landsnet keypt raforku til að mæta tapi í lfutningskerfinu í gengum útboðsferli um nokkurra ára skeið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af