fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Eyjan

Fjórðungur meðlagsgreiðenda í vanskilum með meðlagsgreiðslur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. desember 2019 07:59

Innheimtustofnun sveitarfélaga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðlag er nú 34.362 krónur á mánuði og greiða 8.615 manns meðlag með börnum sínum hér á landi í dag. Langflestir þeirra eru karlmenn eða 93% samkvæmt tölum Innheimtustofnunar sveitarfélaga frá því á síðasta ári. Tæplega fjórðungur greiðendanna er í vanskilum með meðlagsgreiðslurnar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið segir að meðlag sé greitt með 11.703 börnum og nema heildargreiðslurnar um 400 milljónum á mánuði miðað við september á þessu ári. Blaðið fékk upplýsingarnar frá lögmanni Innheimtustofnunar.

Á síðasta ári borguðu 53% meðlagsgreiðenda með einu barni, 28% með tveimur og 12% með þremur. Sá sem greiddi með flestum börnum var meðlagsskyldur með 11 börnum. Að vera meðlagsskyldur felur í sér að viðkomandi þarf að greiða meðlag með öllum börnum sínum undir 18 ára aldri. Útbreiddur misskiliningur er að aðeins þurfi að greiða meðlag með þremur börnum að hámarki.

Tólf prósent meðlagsgreiðenda eru erlendir ríkisborgarar eða 1.054 talsins. Rúmlega helmingur þeirra er búsettur hér á landi. Vanskil þessa hóps virðast hlutfallslega minni en heildarinnar að sögn lögmanns Innheimtustofnunar.

Meðlagsgreiðslur eru ekki afskrifaðar nema í undantekningartilfellum eins og við andlát og gjaldþrot meðlagsgreiðanda. Af þessum sökum hlaðast meðlagsgreiðslur upp í kerfi Innheimtustofnunar og eru ógreiddar meðlagsskuldir í gagnagrunni stofnunarinnar um 21 milljarður frá 1972 og fram til dagsins í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð