fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Árslaun Harðar hækkað um 105% síðan 2014: „Fjandakornið – nálgast samanlögð laun forsætisráðherra og fjármálaráðherra!“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 2. desember 2019 16:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það ríður vart við einteyming græðgin sem hefur heltekið ríkisforstjóra Landsvirkjunar, en eins og kemur fram í þessari frétt þá hafa árslaun forstjórans hækkað úr 20 milljónum í 41 milljón,“

segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og varaforseti ASÍ.

Í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, kemur fram að árið 2014 hafi árslaun Harðar Arnarssonar, forstjóra Landsvirkjunar verið 20 milljónir króna, en hafi í fyrra verið 41 milljón.

Samanlagður launakostnaður yfirstjórnar Landsvirkjunar var í fyrra 212 milljónir, en var 160 milljónir árið 2014.

Er Hörður launahæsti ríkisforstjórinn, með um 3.7 milljónir á mánuði.

105% hækkun

Vilhjálmur segir þessa hækkun ekki í nokkrum takti við almenna launaþróun:

„Með öðrum orðum frá árinu 2014 til ársins 2018 fóru mánaðarlaun forstjóra Landsvirkjunar úr tæpum 1,7 milljón í rúmar 3,4 milljónir eða um 1,7 milljón en rétt er að geta þess að um 105 prósenta hækkun er um að ræða. Rétt er að geta þess að hæsti launataxti verkafólks hækkaði á sama tíma úr 238.043 kr. í 317.680 eða um 79.637 kr. eða sem nemur 33,45%

Almennar launahækkanir voru á sama tímabili 21,26% Eðlilegt nei fjandakornið og ótrúlegt að svona ofurhækkanir séu látnar átölulaust stjórnvöldum. En forstjóri Landsvirkjunar er að nálgast samanlögð laun forsætisráðherra og fjármálaráðherra! En á þessu sést að 105% launahækkun á fimmára tímabili er ekki í nokkrum veruleika við það sem er að gerast á hinum íslenska vinnumarkaði!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki