fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Eyjan

Bjarkey um brotthvarf Andrésar Inga: „Hann gaf okkur engar skýringar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 1. desember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG, segir að Andrés Ingi Jónsson hafi ekki gefið þingflokknum neinar skýrningar á því hvers vegna hann sagði sig úr þingflokki VG og flokknum. Andrés Ingi situr nú á Alþingi sem óháður þingmaður. Bjarkey segist vera ósammála þeim skýringum sem Andrés Ingi hefur gefið í fjölmiðlum, þar sem hann hefur gagnrýnt frammistöðu VG og ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum og málefnum innflytjenda. Bjarkey segir að aldrei hafi verið gert eins mikið í umhverfismálum og í tíð þessarar ríkisstjórnar.

Þetta kom fram í umræðum í Silfrinu á RÚV í morgun.

Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, taldi ríkisstjórnina ekki standa sig nægilega vel í umhverfismálum og tókst á við Bjarkey í þættinum um það. Hún sagðist virða það að þingmenn stæðu fastir á prinsippum sínum en sagði það vera reynslu Bjartrar framtíðar að fólk kysi ekki alltaf prinsippmanneskjur. Vísaði hún til þess að Björt framtíð sagði sig frá ríkisstjórnarsamstarfi fyrir tveimur árum vegna uppreistar æru málsins. Í kjölfarið þurrkaðist flokkurinn út í Alþingiskosningum.

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, leiddi líkur að því að Andrési hefði misboðið hvað VG líður í rauninni vel í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það sé ekki sá munur á VG og Sjálfstæðisflokki og látið sé í veðri vaka heldur séu flokkarnir sammála um mörg aðalatriði í íslenskum stjórnmálum, til dæmis kyrrstöðu í landbúnaðarmálum. Með þessu ríkisstjórnarsamstarfi taki landsbyggðaríhald höndum saman og í raun sé þetta samstarf framsóknarflokkanna þriggja, VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ritstjórinn sækist eftir fyrsta sæti í Mosfellsbæ

Ritstjórinn sækist eftir fyrsta sæti í Mosfellsbæ
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Gagnrýni á falsfréttir Morgunblaðsins nú réttmæt – aðförin að eigendum Fréttablaðsins var það ekki

Orðið á götunni: Gagnrýni á falsfréttir Morgunblaðsins nú réttmæt – aðförin að eigendum Fréttablaðsins var það ekki
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gagnrýndur fyrir að kalla kílómetragjaldið barnaskatt – „Börn mega ekki einu sinni keyra“

Gagnrýndur fyrir að kalla kílómetragjaldið barnaskatt – „Börn mega ekki einu sinni keyra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það