fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Eyjan

Bjarkey um brotthvarf Andrésar Inga: „Hann gaf okkur engar skýringar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 1. desember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG, segir að Andrés Ingi Jónsson hafi ekki gefið þingflokknum neinar skýrningar á því hvers vegna hann sagði sig úr þingflokki VG og flokknum. Andrés Ingi situr nú á Alþingi sem óháður þingmaður. Bjarkey segist vera ósammála þeim skýringum sem Andrés Ingi hefur gefið í fjölmiðlum, þar sem hann hefur gagnrýnt frammistöðu VG og ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum og málefnum innflytjenda. Bjarkey segir að aldrei hafi verið gert eins mikið í umhverfismálum og í tíð þessarar ríkisstjórnar.

Þetta kom fram í umræðum í Silfrinu á RÚV í morgun.

Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, taldi ríkisstjórnina ekki standa sig nægilega vel í umhverfismálum og tókst á við Bjarkey í þættinum um það. Hún sagðist virða það að þingmenn stæðu fastir á prinsippum sínum en sagði það vera reynslu Bjartrar framtíðar að fólk kysi ekki alltaf prinsippmanneskjur. Vísaði hún til þess að Björt framtíð sagði sig frá ríkisstjórnarsamstarfi fyrir tveimur árum vegna uppreistar æru málsins. Í kjölfarið þurrkaðist flokkurinn út í Alþingiskosningum.

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, leiddi líkur að því að Andrési hefði misboðið hvað VG líður í rauninni vel í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það sé ekki sá munur á VG og Sjálfstæðisflokki og látið sé í veðri vaka heldur séu flokkarnir sammála um mörg aðalatriði í íslenskum stjórnmálum, til dæmis kyrrstöðu í landbúnaðarmálum. Með þessu ríkisstjórnarsamstarfi taki landsbyggðaríhald höndum saman og í raun sé þetta samstarf framsóknarflokkanna þriggja, VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Sigurður Ingi gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Framsóknarflokksins

Sigurður Ingi gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Framsóknarflokksins