fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Eyjan

Starfslok Haraldar kosta skattgreiðendur 57 milljónir

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. desember 2019 16:06

Deilt hefur verið um embætti ríkislögreglustjóra og persónu hans undanfarið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfslokasamningur dómsmálaráðherra við Harald Johannessen fyrrverandi ríkislögreglustjóra nemur alls 57 milljónum króna með launatengdum gjöldum. Ekki er gert ráð fyrir sérstakri fjármögnun samningsins, þar sem hann er sagður rúmast innan fjárveitinga málaflokksins.

Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fjárlaganefndar.

Ef Haraldur hefði setið út skipunartíma sinn til 2023, hefði það kostað 80.5 milljónir án launatengdra gjalda, en 104.6 milljónir með launatengdum gjöldum.

Fjárhæðir samningsins hljóða því upp á 54% af kostnaði við laun út skipunartímann að teknu tilliti til launatengdra gjalda.

Hinsvegar hefði Haraldur aðeins fengið greidda 12 mánuði ef embætti ríkislögreglustjóra hefði verið lagt niður, líkt og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sagði að kæmi til greina.

Nefnt var í gær að ekki væri ljóst hvort samningurinn væri löglegur, þar sem í lögum um opinbera starfsmenn segir að óski starfsmaður sjálfur eftir því að hætta, fyrirgeri hann rétti sínum um að fá greidd laun út skipunartíma sinn, en sem kunnugt er óskaði Haraldur eftir því að hætta sjálfur.

Ekki er hægt að reka opinbera starfsmenn nema að undangengnum tveimur viðvörunum eða stórfelldum brotum í starfi,  og því voru starfslokin gerð á grundvelli starfslokasamnings samkvæmt svarinu og að frumkvæði Haraldar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vigdís Ósk ráðin til Hringborðs hafs og eldis

Vigdís Ósk ráðin til Hringborðs hafs og eldis
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Engin dulnefni hér, takk

Nína Richter skrifar: Engin dulnefni hér, takk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli