fbpx
Fimmtudagur 28.maí 2020
Eyjan

Krefst þess að sveitarfélögin haldi aftur af gjaldskrárhækkunum og „sýni ábyrgð!“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. desember 2019 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Alþýðusambandið ítrekar nauðsyn þess að sveitarfélög sýni ábyrgð og styðji við lífskjarasamningana með því að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám, rétt eins og yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga frá síðasta vori kvað á um,“

segir í tilkynningu frá ASÍ.

Þá er greint frá því að Alþýðusambandinu hafi borist fregnir af því að sum sveitarfélög hafi gefið út að þau ætli að halda hækkunum á gjaldskrám, þ.m.t. fasteignagjöldum, innan við 2,5% og taka þannig ábyrgð og taka þátt í að stuðla að verðstöðugleika í samfélaginu, sem sé vel:

„Það á þó því miður ekki við um öll sveitarfélög en fréttir hafa borist af því að sum þeirra ætli sér að láta íbúa bera miklar gjaldskrárhækkanir á komandi ári og draga þannig úr þeim ávinningi sem lífskjarasamningunum var ætlað að skila. Þá virðast sum sveitarfélög ætla að hækka fasteignaskatta og önnur fasteignagjöld langt umfram verðbólgu og bera fyrir sig þau rök að fasteignaskattar falli ekki undir gjaldskrár sveitarfélaga.“

Fasteignaskattar eru meðal þeirra útgjaldaliða sem fasteignagjöld samanstanda af og segir ASÍ þá „að sjálfsögðu“ falla undir gjaldskrár sveitarfélaga sem eru ákvarðaðar á ári hverju, rétt eins og leikskólagjöld og önnur gjöld.

„Fasteignagjöld, þ.m.t. fasteignagskattar vega í mörgum tilfellum þungt í útgjöldum heimilanna og ljóst er að það dugar skammt að halda aftur af hækkunum á aðgangseyri ofan í sundlaugar ef hækka á fasteignaskatta á sama tíma. Alþýðusambandið krefst þess að sá ávinningur sem kjarasamningarnir hafa veitt heimilum landsins verði ekki eyðilagður með hækkun gjalda. Sveitarfélögum landsins ber að fara að fordæmi þeirra sveitarfélaga sem ætla að sýna ábyrgð og halda aftur af hækkunum á öllum þeim gjaldskrám sem snerta heimili landsins.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baráttan um Bessastaði – Hvorn ætlar þú að kjósa ? – Taktu þátt í könnuninni

Baráttan um Bessastaði – Hvorn ætlar þú að kjósa ? – Taktu þátt í könnuninni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir flugfreyjur hjá Icelandair vel geta unnið meira – „Er engin vorkunn“

Segir flugfreyjur hjá Icelandair vel geta unnið meira – „Er engin vorkunn“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bogi Nils sakaður um lögbrot – Nýtt flugfreyjufélag segist „tilbúið til umræðu“

Bogi Nils sakaður um lögbrot – Nýtt flugfreyjufélag segist „tilbúið til umræðu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Telja frumvarp forsætisráðherra brjóta gegn stjórnarskránni og EES-samningnum

Telja frumvarp forsætisráðherra brjóta gegn stjórnarskránni og EES-samningnum