fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Áslaug tilkynnir um tímabundinn arftaka Haralds: Var á meðal þeirra sem lýstu yfir vantrausti á hann

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 3. desember 2019 13:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, mun gegna embætti ríkislögreglustjóra tímabundið í stað Haraldar Johannessen sem sagði upp störfum í dag. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti þetta á blaðamannafundi sem haldinn var í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í hádeginu. Á fundinum sagði Áslaug að Kjartan hafi orðið fyrir valinu vegna árangurs hans og velgengni í starfi sem lögreglustjóri á Suðurlandi.

Áslaug Arna tilkynnti einnig um það á fundinum að hún hyggst stofna lögregluráð sem mun samanstanda af lögreglustjórum landsins en ríkislögreglustjóri verður formaður ráðsins. Áslaug sagði þetta ráð vera stofnað til að sporna gegn ósamrými innan lögreglunnar sem hún segir vera helsti valdur neikvæðrar umfjöllunar um lögregluna í fjölmiðlum. Haraldur Johannessen vakti til að mynda mikla athygli í haust. Mikið hafði gengið á innan lögreglunnar og ekki batnaði ástandið eftir viðtal Morgunblaðsins við Harald. Þar lýsti Haraldur meintri rógsherferð gegn sér, óhæfum starfsmönnum lögreglunnar og spillingu innan hennar.

Í kjölfarið lýstu átta af níu lögreglustjórum á Íslandi yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra og töldu hann óstarfhæfan. Þar á meðal formaður Lögreglustjórafélagsins, Úlfar Lúðvíksson. Aðeins Ólafur Helgi Kjartansson á Suðurnesjum kaus að taka ekki undir yfirlýsinguna.

Kjartan, sem tekur nú við af Haraldi, var því á meðal þeirra sem töldu Harald óstarfhæfan og lýstu yfir vantrausti á hann í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“