fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Spilaði Heydrich, eitt mesta illmenni sögunnar, fótbolta gegn KR?

Egill Helgason
Föstudaginn 8. nóvember 2019 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úr undirdjúpunum til Íslands er ný bók eftir Illuga Jökulsson. Þar skrifar hann um lífshlaup Júliusar Schopka, Þjóðverja sem kom til Íslands rétt eftir heimsstyrjöldina fyrri og settist hér að, kvæntist og eignaðist afkomendur. Ævi Schopka er merkileg, aðallega fyrir þær sakir að hann var kafbátasjómaður í styrjöldinni.

Kafbátahernaðurinn var stór þáttur í stríðinu, Þjóðverjar sátu um að granda skipum bandamanna og af kafbátunum stafaði gríðarleg ógn. Kafbátarnir fóru í langa herleiðangra og vistin um borð var ekkert sældarlíf, þrengslin voru mikil og óþefurinn alltumlykjandi. Herskipum var beitt gegn kafbátunum og mannfallið í þeim var mjög mikið.

En Schopka lifði af og kom til Íslands nánast af tilviljun, gerðist verslunarmaður og reyndist hinn nýtasti borgari.

Hliðarsaga í bók Illuga er svo af tveimur þýskum mönnum sem urðu heimsfrægir. Annar þeirra er Wilhelm Canaris aðmíráll. Hann varð yfirmaður leyniþjónustu þýska hersins, Abwehr, þótti mikill njósnaforingi, var nasisti í fyrstu en fór svo að leggja fæð á Hitler. Á endanum var Canaris handtekinn og dó í fangabúðum stuttu fyrir lok heimsstyrjaldarinnar síðari.

Illugi segir að Canaris hafi komið þrívegis til Ísland og Júlíus Schopka hafi kynnst honum og þeim orðið vel til vina. 1923 kom Canaris hingað með herskipi sem nefndist Berlin, var þá fyrsti stýrimaður, og segir Illugi að þá hafi verið með í för ungur kadett, 19 ára piltur, Reynhard Heydrich að nafni. Síðar urðu þeir Canaris óvinir en þarna var Heydrich undir verndarvæng hans.

Illugi hefur rannsakað komu Berlin til Íslands, hann segir að skipverjar hafi farið á ball – og svo hafi þeir spilað fótboltaleik við KR.

Reinhard Heydrich er eitt mesta illmenni sögunnar. Einn hvatamaður og skipuleggjandi helfararinnar gegn gyðingum. Táknmynd um næstum óskilljanlega illsku. Hann var líka mikill íþróttamaður (og lék á fiðlu), spilaði meðal annars fótbolta, svo mjög líklegt er, eins og Illugi segir, að hann hafi tekið þátt í leiknum gegn KR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“