Sunnudagur 15.desember 2019
Eyjan

Miðflokkurinn auglýsir eftir reynslusögum – „Hefur þú lent í kerfinu?“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðflokkurinn birtir heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í dag hvar kallað er eftir reynslusögum frá almenningi. Segir Miðflokkurinn að það sé forgangsverkefni hjá honum að takast á við báknið:

„Hefur þú lent í „kerfinu“? Hefur þú mætt óbilgirni af hálfu hins opinbera? Hefur þú upplifað óeðlilegar hindranir stjórnkerfisins við stofnun eða rekstur fyrirtækis eða í daglegu lífi? Ef sú er raunin biðjum við þig að senda okkur reynslusögur á netfangið reynsla@midflokkurinn.is / Við biðjum ykkur um að hjálpa okkur við að greina eðli vandans svo við verðum betur í stakk búin til að leysa hann.“

Er tekið fram að gætt verði nafnleyndar, nema annað sé tekið fram.

Meðal stefnumála Miðflokksins samkvæmt auglýsingunni, eru:

  • Einföldun regluverks
  • Aukin vernd borgaranna gagnvart yfirvaldinu
  • Aukið jafnræði óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu
  • Einfaldari samskipti við opinberar stofnanir
  • Minna bákn og þar af leiðandi lægri skattar og betri lífskjör

„Markmiðið er að stuðla að betra lífi fyrir almenning, aukinni verðmætasköpun og því að ríkið geti betur nýtt peninga skattgreiðenda til að standa undir mikilvægri þjónustu.“

Fengið að láni frá Davíð

Flokksráðsfundur Miðflokksins verður haldinn næstu helgi í Reykjanesbæ og má gera ráð fyrir að auglýsingin sé einskonar upphitun fyrir hann. Hún er einnig í samræmi við þau 12 áhersluatriði flokksins sem tilkynnt var um í upphafi þings, en þar var „Báknið burt“ efst á blaði.

Það slagorð má hinsvegar rekja til Sjálfstæðisflokksins, þegar Eimreiðarhópurinn svokallaði braust fram á sjónarsviðið í nafni frjálshyggju, undir forystu Davíðs Oddssonar, en sá hópur varð síðar uppistaðan í forystu flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn vill fá svör: Hverjir keyptu eignir Íbúðalánasjóðs? „Þetta er algjörlega ólíðandi framkoma“

Þorsteinn vill fá svör: Hverjir keyptu eignir Íbúðalánasjóðs? „Þetta er algjörlega ólíðandi framkoma“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur ósáttur: Allt stopp eftir óveðrið – „Það vantar mikið upp á“

Þórólfur ósáttur: Allt stopp eftir óveðrið – „Það vantar mikið upp á“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samfylkingin vill að skattrannsóknarstjóri geti ákært og sótt til saka

Samfylkingin vill að skattrannsóknarstjóri geti ákært og sótt til saka
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sakar Helga um bullandi vanhæfi: „Vill einmitt svo skemmtilega til að eiginkona Helga Hrafns er forstöðumaður Siðmenntar“

Sakar Helga um bullandi vanhæfi: „Vill einmitt svo skemmtilega til að eiginkona Helga Hrafns er forstöðumaður Siðmenntar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Umsóknir um starf útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins alls 41

Umsóknir um starf útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins alls 41
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Íslendingar byrjaðir að hamstra – Örtröð í verslanir og Vínbúðir – „Alvöru dómsdagsstemning“

Íslendingar byrjaðir að hamstra – Örtröð í verslanir og Vínbúðir – „Alvöru dómsdagsstemning“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Eiríkur fyrstur Íslendinga til að gegna embætti formanns EMBL

Eiríkur fyrstur Íslendinga til að gegna embætti formanns EMBL
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilja aukið eftirlit og stöðva fúsk: „Heilsu og öryggi landsmanna stefnt í hættu“

Vilja aukið eftirlit og stöðva fúsk: „Heilsu og öryggi landsmanna stefnt í hættu“