fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Eyjan

Gunnar Birgisson hættur hjá Fjallabyggð – „Er ekkert að yngjast“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 29. nóvember 2019 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, lætur af störfum nú um mánaðarmótin. Þetta staðfesti hann í samtali við Eyjuna:

„Ég ákvað þetta sjálfur, ég er ekkert að yngjast og heilsan eftir því. Þegar aldurinn færist yfir þá lagast þetta nú ekkert,“

sagði Gunnar, sem hefur glímt við heilsubrest undanfarin ár. Er dagurinn í dag hans síðasti vinnudagur. Mun Guðrún Sif Guðbrandsdóttir, deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála og staðgengill bæjarstjóra, taka við starfi bæjarstjóra í fjarveru Gunnars. Þá verður starfslokasamningur Gunnars lagður fyrir bæjarráð í næstu viku.

Eðlileg framganga

Að sögn Ingibjargar G. Jónsdóttur, forseta bæjarstjórnar, býst hún við að auglýst verði eftir nýjum bæjarstjóra á næstunni:

„Að öllum líkindum já, það hafa ekki verið teknar ákvarðanir um það ennþá. Það var gert samkomulag um starfslok, þetta er alveg eðlileg framganga,“

sagði Ingibjörg, en Gunnar varð 72 ára þann 30. september.

Hann var ráðinn bæjarstjóri Fjallabyggðar árið 2015 og var endurráðinn í fyrra. Hann var áður bæjarstjóri í Kópavogi og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Hann gaf út ævisögu sína árið 2017, sem Orri Páll Ormarsson reit.

Gunnar er þekktur fyrir djúpa rödd sína og slagorðið „Það er gott að búa í Kópavogi“ en á vef Alþingis hefur verið settur inn sérstakur tengill þar sem boðið er upp á raddsýnishorn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Mér fannst erfiðast að þurfa að taka upp símann

Björg Magnúsdóttir: Mér fannst erfiðast að þurfa að taka upp símann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna