fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Andrés stóð þar utangátta

Egill Helgason
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 21:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brotthvarf Andrésar Inga Jónssonar úr þingflokki VG kemur ekkert rosalega á óvart – og það væri sjálfsagt ekki ólíklegt að Rósa Björk Brynjólfsdóttir kæmi á eftir. Hvorugt þeirra hefur stutt ríkisstjórnina en bæði hafa þó setið þingflokksfundi hjá VG þau tvö ár sem eru liðin af stjórnarsetunni. Rósa Björk hefur verið mjög áberandi og atkvæðamikil, en maður hefur ekki mikið tekið eftir því að Andrés sé á þingi.

Yfirlýsing hans er fremur varfærnisleg, hann segir:

Það hafa á þessu tíma safnast upp dæmi sem mér þykja til marks um það sem ég óttaðist í upphafi: að Vinstri græn ættu sífellt erfiðar með að veita samstarfsflokkunum mótspyrnu og stjórnarsamstarfið færðist enn fjær því sem flokkurinn ætti að standa fyrir.

Hann nefnir svo sérstaklega útlendingamálin og loftslagsmálin, en ekki til dæmis það uppnám hefur verið í samfélaginu vegna mútumála og Samherja.

Andrésar bíður nú það hlutskipti að vera sjálfstæður þingmaður, aleinn, hann verður „utangátta“ eins og segir í jólakvæðinu. Hann getur auðvitað ákveðið eftir einhvern tíma að hann eigi samleið með öðrum flokki, en það er samt ekki sérlega líklegt – á hinn bóginn finnst manni eins og Rósa Björk standi býsna nærri Samfylkingunni.

Það er auðvitað óvíst, en kannski ákveður hún að þreyja þorrann og góuna innan VG.

Staðan á þingi er nú sú að ríkisstjórnarflokkarnir hafa 34 þingmenn, Rósa Björk þar meðtalin – sem ekki styður stjórnina þótt hún sitji enn í þingflokki VG. Þannig að í raun má segja að staðan sé 33-30.

Í þinginu má svo greina annan hugsanlegan meirihluta sem er jafn stór. Það eru Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Framsóknarflokkur með 33 þingmenn samanlagt.

Kannski er ekki líklegt að þessir flokkar nái saman í stjórn. Milli þeirra ríkir talsverð gremja. Sjálfstæðisflokkurinn er farinn að ókyrrast vegna þess hvað Miðflokkurinn er að taka frá honum mikið fylgi. Milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Sigurðar Inga Jónssonar er lítil vinátta. En þetta er stjórnarmynstur sem alls ekki er hægt að útiloka ef ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur spryngi á limminu. Þá er jafnvel hugsanlegt að Lija Alfreðsdóttir myndi stíga fram sem foringi Framsóknar og jafnvel forsætisráðherra til málamiðlunar.

Það er svo athyglisvert að fylgi vinstri flokkanna er alls ekki að aukast, heldur er það Miðflokkurinn sem bætir við sig meðan fylgið skolast á milli flokkanna á vinstri vængnum. Þannig höfðu hægri flokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn, 35 prósent samanlagt í síðustu könnun MMR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki