fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Jón Steinar: „Ótrúlegt að löglærður maðurinn hafi ekki áttað sig á þessu“ – Mun spá Jóns rætast?

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 10:00

Jón Steinar Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson var sýknaður af meiðyrðakröfum Benedikts Bogasonar í Landsrétti á dögunum. Jón Steinar sagði í bók sinni Með lognið í fangið, að dómur sem Benedikt kom að í máli gegn Baldri Guðlaugssyni, sem dæmdur var fyrir innherjasvik í kjölfar hrunsins, hefði verið dómsmorð, en Benedikt taldi það ganga of nærri sér.

Hefur dómi Landsréttar verið áfrýjað til Hæstaréttar.

Alltaf staðið til

Jón Steinar skrifar í Morgunblaðið í dag, þar sem hann spáir um hvernig framhaldið verði. Hann segir það alltaf hafa verið tilganginn hjá Benedikt að koma málinu til Hæstaréttar, sem sé hans „yfirráðasvæði“:

„Nú hafa bæði héraðsdómur og Landsréttur sýknað mig af meiðyrðakröfum hæstaréttardómarans Benedikts Bogasonar. Þá birtist það sem alltaf hefur áreiðanlega staðið til. Hann ætlar að ná málinu inn á yfirráðasvæði sitt við Hæstarétt. Lögmaður hans hefur sagt opinberlega að nú verði sótt um áfrýjunarleyfi þangað.“

Jón Steinar segir það vekja furðu margra að Benedikt hafi höfðað málið, þar sem mörg dómafordæmi séu fyrir því að Jón Steinar hafi ekki misfarið með tjáningarfrelsi sitt í bók sinni, er hann talaði um dómsmorð:

„Það er ótrúlegt að löglærður maðurinn hafi ekki áttað sig á þessu. En hann hefur kannski bara séð lengra. Ef allt um þryti gæti hann komið málinu til Hæstaréttar þar sem hann hefur öll spil á hendi.

Spá mín um framhaldið er nokkurn veginn svona: Hann mun nú óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Til verða kvaddir þrír lögfræðingar úr vinahópi réttarins til að afgreiða óskina. Þeir munu auðvitað gera það sem þeim er ætlað og veita leyfið. Síðan verða kvaddir til fimm þekkilegir lögfræðingar til að dæma málið. Þeir munu ekki verða bundnir af lögfræði við sýslan sína heldur bara gera það sem til er ætlast af þeim. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindunni í þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn